Nafn skrár:GunOdd-1891-07-26
Dagsetning:A-1891-07-26
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 26 Júlí 1891

Elskulegi bróðir!

Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir alt bróðurlegt og brjefin þín tvö sem jeg er nýbúinn að fa það verða ekki nema fáar línur sem jeg skrifa þjer í þetta sinn því þó Sunnudagur sje þá hef jeg ekki frítíma. þó er hjer aldrei unnið það allraminsta á sunnudaga en jeg hef dálítil afskipti af af skólanum (öllu má nafn gefa) sem haldin er hjer í kirkjunni. Seinna getur skeð að jeg skrifi þjer eitthvað um hann en nú er ekki tími brjefs efnið átti að vera annað. 14. þ.m. var Telefonað frá Winnipeg til mín að Mamma (móðir) og M Systir og fjölskildan n.l. maðurinn og barnið væru kominn frá Islandi og jeg beðin að koma strax þetta gat jeg ekki fengið að vita fyren um kvöldið að jeg kom úr vinnu þessi orð á blaði byðu mín hjá Pali Magnússyni (ættaður ur Vopnafirði) sem verslar hjer með ymsa vöru. jeg varð halfpartin hugsandi út af þessu því jeg varð hrærrum um

að eitthvað gengi að n.l. veikjindi en þegar jeg fór að hugsa um það betur þótti mjer líklegt að þess hefði verið getið því það þurfti ekki til þess nema eitt orð. Jeg átti óhægt með að fara var peningalítill ef á nokkru þirfti að halda. en Pall þessi bauðst til að fara fyrir mig ef jeg borgaði sjer fargaldið 2 doll. og lánga mjer Peninga handa þeim ef á þirfti að halda það þáði jeg því það hefði kostað mig helmingi meira að fara sjálfur (vinnutap og fargald) svo var hann í alla staði mikið betri en jeg jamt talandi við Enska sem landa. Svo þurfti ekki á neinu að halda og hann kom með þær á gufulestinni að kvöldi hins 15. þm. (sama dag og hann fór) og jeg varð alveg hissa að sjá hvað mamma okkar var frísk eptir svo langa ferð og er nú fyrir það mesta heilbrigð og þakka jeg þjer og byð guð að launa alla fyrir höfn og umhiggju sem þú hefur haft á henni það gladdi mig mikið að fá að sjá hana og jeg er vissum að henni þótti vænt um að hatta hjá Rakel litlu um kvöldið. líka þakka jeg þer og Sigurbjörgu fyrir sendingarnar. Slíkar sendingar eru sjaldsjeðar í Ameríku en þikja goðar

Með þessum Páli sem jeg hef áður nemt skrifaði jeg 23 þm Jóni Sigurjónssyni og sendi honum $ 10 doll og lofaði að verða búinn að borga alla skuldina í lok Október. konu Jóns afhenti Páll brjefið og hafði hún látið líklega yfir að Jon mundi verða anægður með þessa kosti sem jeg for fram á n.l. að borga $ 10. á mánuði að vísu átti jeg ekki að setja honum kosti eða skil mála heldur hann mjer en jeg varð að segja eitthvað úr því jeg hafði ekki peningana. Jeg á von á svari frá Jóni og jeg vonast eptir að okkur semji svo að þú og Pjetur sjeuð lausir við þá skuld og byð jeg að heilsa honum með þakklæti fyrir eptirlatssemina að ljá peningana jeg vil vera öllum þakklatur sem til þess hjálpuðu að mamma komst vestur til mín. en jeg er hræddur um að þú hafir tekið ofnærri þjer í peningalegu tilliti hvað útbunað snerti handa henni því heimilis kríngum stæðurnar hljóta að vera erviðar fyrir heilsuleisið sem á ykkur hefur strítt og svo væntanlegur kostnaður fyrir læknishjálp handa sjálfum þjer jeg bíst við að það verði afstaðið þegar þessi miði

kemur heim og byð jeg góðan guð að gefa þjer og þínum góða heilsu við erum oll frísk og ánægð og jeg hef vinnu nú sem stendur og getur skeð að jeg hafi hana fyrst um sinn kaupið heldur lítið 1 1/2 dollar á dag Steini hefur 2 Steini sagði eigandanum að jeg væri óanægður með kaupið hann svaraði óðara að jeg mætti þá fara þó var hann ráðalaus með smiði því hann er að láta byggja Frosthús sem Fiskur er latin frjósa í á sumrin 35al. á lengð og ríður á að það komist upp sem allra fyrst. þá langaði mig til að fara en sá í að tapa svo langri vinnu og þottist heldur ekki vera búinn að vinna þar nogu lengi en í gærkveldi sagðist hann gefa mjer næstu viku 1.75 á dag án þess það væri nemt við hann þetta er nú ekki fróðleg saga. á Islendinga deginum for jeg til Winnipeg þar fann jeg Jón frá Hjalthúsum og mintist á hreppsskuldina hann sagði skírt og skorin ort að hann borgaði aldrei eitt einasta Cent. Hreppurin hefði viljað eða hreppsmenn koma burtu foreldrum sínum af því þau hefðu verið orðin gömul en ekki viljað leisa Gísla afþví hann hefði verið líklegri að verða þeim ekki að byrði Arna eða Magnus hef jeg ekki fundið ekkert heldur fengið frá Guðbjörgu. Seinna þirfti jeg að skrifa þjer lengra brjef og svo mörgum ef við lifum báðir heilsaðu frá mjer á heimilið og öllum kunningonum svo óska jeg þjer allra heilla og blessunar um tíma og Eylífð.

Gunnlaugur Oddsson

Mama byður að heilsa á heimilið og ollum sjer kunnugum ekki þótti henni gott kaffið á Skipinu og drakk það ekki

fyrra brjefið frá þer fjekk jeg deginum aður en þær komu til Winnipeg

Myndir:123