Nafn skrár:GunOdd-1892-02-07
Dagsetning:A-1892-02-07
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 7. West 1892

Elskulegi bróðir!

Guð gefi þjer góða heilsu og glaða daga það sem eptir er æfinnar hvert sem það verður langt eða skamt sem eptir er ófarið af þinn opt erviðri lífsbraut. Jeg hef átt von á brjefi frá einhverjum að heimann í vetur svo jeg frjetti (þó að minsta kosti) hvert þú værir lífs eða liðinn en það hefur bruggðist en sömu vonor veit jeg að hafa vakað hjá þjer og fleirum og jeg finn vel að aðal orsökin er hjá mjer þar sem jeg hef ekkert skrifað síðan í August þá skrifaði jeg þjer miða. og Svb. um jólinn og er það altof lítið en hvert jeg bæti nokkuð ráð mitt með brjefa skriftirinar má hamingan vita en svo ætti það að vera. Nýar frjettir af mjer hef jeg aungar að segja alt er við það sama eins og þegar jeg skrifaði Svb. heilsan má heita góð kvef hefur gengið hjer að vísu og við orðið hálf lasin þó ekki mikið Mamma lá nokkra daga en er nú vel frísk nema hvað hún er ekki jafn

góð af því sem hún meiddi sig í vetur og jeg gat um í brjefinu til Svb. samt er hún farinn að ganga upp og ofan Stigann en er mikið höllt það hefur líklega eitthvað tognað um hnjeð og svo maske sezt gigt að því. jeg vona að það fari smá batnandi og verð ekki annars var en að hún sje vel anægð. Jeg var hræddur um að hún mundi ekki fella sig við ýmsan mat sem ekki er almennt brúkaður heima og sumt als ekki svo sem fiskur sem er nokkuð öðru vísi en þorskurinn heima og svo laukur sem mörgum ekki fellur fyrst en henni þótti hann strags góður og fellir sig vel við allt sem henni er boðið. og hún sagði hjer um daginn "jeg held að hana Sigurb. í Geitafelli færi að langa til Ameríku ef að hún vissi hvað fyskurinn er goður„ En hvernig fær þú fyskinn? muntu spirja. jeg fæ hann frá Friðfinni Einarss sem var í Klömbrum hann sendi mjer fisk i fyrra og eins aptur í vetur aptur seldi jeg honum Bittu í sumar og líkast til að það haldist viðskipti okkar á milli meðan við erum ekki lengra hver frá öðrum hann er hægur og stiltur maður.

Vinnu hef jeg altaf haft í vetur þegar jeg get að sinnt henni altaf hjá sama manni og er það í fyrsta sinni síðan jeg kom híngað sem jeg hef haft verulega tækifæri til að láta sjá að jeg gæti gjört fleira en rekið naggla. Útlit er hjer með betra móti með vinnu fyrir smiði í vor það á að smíða 3 eða fleiri Gufubáta Seint gengur mjer að læra enskuna og er það þó aðal skilirðið fyrir því að geta bjargað sjer hjer að kunna málið jeg hef svo lítið unnið einn með enskum en með því móti lærir maður þó það helst.

Af efnahag mínum hef jeg lítið að skrifa jeg hef mesta penínga unnið mjer inn þetta ár en líka kostað mestu til bæði til að bæta húsið og fleira. Fargjald mömmu borgaði jeg fyrir lok Octóber í skuldum er jeg dálitlum en þó hefði jeg líklega ekki haft fríari hendur eða kríngum stæður þó jeg hefði aldrei hingað farið eina kú og kvýgu á annan vetur á jeg yfir vetrar tímann er hjer dyrast að lifa að því leiti að þá þarf að kaupa fóður handa kúm og mikið meiri eldi við en á sumrum því húsin hjer eru af timbri byggð misjafnlega vönduð

en öll meiga þau heita köld mitt hús er ekki lakara enn sum önnur samt vantar nokkuð á að það sje fullgjört en í því höfum við matreiðslu Stó og tvo ofna annan upp á lopti og á Ingjaldur hann.

Almennar frjettir þarf jeg ekki að skrifa því jeg vona að þú fári „Lögberg" og í því sjerðu ýmislegt og meðal annars að hjer hefur komið upp í Söfnuðinum á greiningur um trúar skoðanir Sr M. Skpatasonar og þar af leiðandi skiptast menn í tvo flokka annar vil að hillast kirkjuþingið og lög þess og hafa sína gömlu trú óbreitta. en hinn vill einúngis aðhillast Sr M. og hafa hans svonemdu endur bættu trú Lúthers trú og sumt af þvísumir í þeim flokki eru menn sem aldrei líta í Guðsorða bók heima hjá sjer og eiga hana aunga til í eigu sinni en skopast að þeim fyrir heimsku og hjátrú sem hafa þann gamla og góða sið að lesa húslestur á sunnudogum (sem því miður eru alt of fáir) þeir segja að það sje svo frjálslegt og náttúrlegt að þó maður breiti ílla fái maður ekki nema stundar hegningu Biblían sje skáldsaga sem aungum með fullu viti detti í hug að trúa

Jafnvel þó að margt sje í Bibliunni sem skinsemi mansins skilur ekki og ekki skeður nú á vorum dögum finnst mjer ekki rjett að segja það alt lýi (svo stórum orðum tala sumir vantruar menn) því allir þeir sem vilja viður kenna almætti guðs mun geta skoðað það á svo skinsamlegan hátt að þeim kemur ekki til hugar að segja það alt ósatt Atli það hefði ekki þótt ótrúlegt ef það hefði staðið í Biblíunni en ekki verið þekt nú á tíma að menn gætu talað saman milli Ameríku og Englands það er þó satt og er einungis mannlegt higgju vit og mannlegir kraptar sem hafa komið því til leiðar og hvað eru þó mennirnir í samanburði við almattugan guð? Jeg hef aldrei hugsað mikið um pólitík eða stjórnmal en um þetta trúarmal og trúarstríð hugsa jeg því jeg kvíði fyrir fram tíðinni vegna barnanna minna. þó jeg reini til að segja þeim til eptir mínu viti þá nær

það skamt. jeg hef reint að segja börnum ofur lítið til á Sunnudagaskóla en er nú hættur við það að minnsta kosti í bráð. en þar sem jeg sje það hugsanlegt langar mig til að koma því til leiðar að foreldrarnir hafi guðsorð optar um hönd í heimahúsum heldur en hefur verið. jeg hef lítið eitt reint til þess og því verið vel tekið. það er undarlegt hvað sumir eru fljótir að skipta um trúar skoðanir þegar þeir koma híngað það er eins og þeim finnist það sjalfsagt að hafa trúar skipti þegar þeir hafa fata skipti. Skildu þeir vera ornir svo mentaðir alt í einu eins og sumir segja að menn sjeu orðnir svo mentaðir og upplýsingin sje orðin svo mikil að það sje ómögulegt að trúa því sem standi í Bibliunni og minsta kosti sumu í Nýatestamentinu!!

það er sárt að vita til þess að Sr M. Skaptason skildi verða til þess að leggja sína krapta fram til þess að sundra ollum

kirkulegum fjelagsskap vestan hafs og jeg er hræddur um að hanns vantrúar öldur sumar leiti heim til ykkar og þ mjer finnst ekki nema von að prestar hjer sjeu harðorðir við hann enda var Sr. Friðrik Bermann það þegar hann kom hingað. Aðalmeinið er það að fjöldinn af fólkji hefur aunga sjálfstæða skoðun í trúar efnum og hugsar ekkert um eptir komandi tímann og það er sagt að Sr Magnús láti aðra leiða sig og við hverju er að búast af lítið uppfræddu fólki þegar prestarnir eru ekki sterkari á sínum fyrsta trúargrundvelli en svo að þeir láta aðra ráða kenningu sinni. Brjef hef jeg fengið frá Johannesi Halldorssini og í þeim heiri jeg að hann er eingin umskiptingur þó hann sje búinn að vera hjer í landi nær 20 árum, hann telur það fávitzku að yfirgefa sína barnatrú.

Kröfuna sem þú sendir mjer til B. Aras. sendi jeg honum og skrifaði honum þá um leið og mæltist til í því brjefi að hann gjörði einhverja úrlausn og reindi til að sína honum

fram á að það mundi vera betra fyrir hann og bað hann umfram alt að svara mjer en það hefur hann ekki gjört. Svo bað jeg Svein Kristjáns son (því hann er nábúi Benidikts) í haust að tala um þetta við hann og hjelt Sv. að sjer mundi takast að tala svo við B. að hann ljeti eitt hvað af skuldar upphæðinni því B væri góður kunningi sinn svo kom Sv. í vetur og sagði mjer að B hefði orðið vondur og mundi aldrei láta neitt. B. þikist hafa skilið eptir heima meðlag með drengnum hjá Halldori þó játaði hann fyrir mjer í fyrra vetur að það hefði ekki verið nóg úr því hann hefði orðið svona heilsu laus. Hvert hægt er að lög sækja B veit jeg ekki en jeg er hræddur um að það sje ekki gott en í huga hef jeg að komast eptir því síðan jeg fjekk svarið frá Sveini, en um það vil jeg ekki eiga við aðra en þá sem jeg trúi fyrir að þeir ekki segi B það. Jón Olafsson fann jeg í sumar og mintist á Sveitastjórnar lögin og tók hann vel í að láta þau koma í Öldinni hann sagði að Páll Brím væri búinn að byðja sig þess líka. Samt eru þau ekki kominn en. Guðbjörg frá Klömbur hefur nýlega sent mjer 5 dollars sem eiga að fara til þín ef einhver færi til Ameríku okkur kunnugur og gæti skilið eptir þessar krónur hjá þjer skal jeg borga þær þegar hann kæmi hingað.

Mamma byður að heilsa þjer og öllu kunnugu folki, jeg byð að heilsa nafna mínum og s. frv Svo kveð eg þig minn kæri bróðir og vil byðja góðan guð að gæta þín og þinna

Gunnlaugur Oddsson

Rakel litla byður að heilsa Strúnu

Myndir:123456