Nafn skrár:GunOdd-1894-07-01
Dagsetning:A-1894-07-01
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 1. Júlí 1894

Elskulegi nafni minn!

Hjartans þakklæti á þessi miði að færa þjer fyrir brjefið þitt sem jeg meðtók 11. apr og sem mjer þótti mjög vænt um eins og önnur brjef sem jeg fæ að heimann en þau eru nú farin að fækka en jeg finn að skuldin er hjá mjer jeg er svo latur að skrifa að það er von að aðrir hætti að skrifa mjer enda hef jeg optast lítið að segja í frjettum nema í þetta sinn hef jeg þau tíðindi að segja sem eru að guði þónaðist að kalla mömmu heim til sín og gefa henni hvíld 7 apr. kl 7 f.m hún hafði verið að mjer fannst eptir vonum frísk en þó opt hálfvesæl nú seinasta tímann en kraptarnir smá mínkuðu altaf en ekki lá hún nema einn dag rúmföst og var þá læknir sóttur og ljet hann meðöl en hafði sagt Steina að það væri ynnvortismeinsemd sem að henni gengi og ekki læknaðist nema skera hana

upp en hún væri orðin svo gömul að hún lifði það ekki af um kvöldið var hún talsvert betri og venju framar glöð og róleg og ljet Maríu litlu lesa vessin sín eins og hún var vön (því þær sváfu saman) að því búnu sofnaði hún og heirði jeg að hriggla var með meira móti fyrir brjóstinu á henni en jeg varð ekki var við að hún vaknaði alla nóttina og eins og jeg hef áður sagt endaði þessi svefn kl. 7 um morguninn, hún var jarð sungin af Sr Birni B Jónssyni (bróður sonur Kr. Jonssonar sal. Skálda) og var það sá prestur sem jeg vildi helst við það tæki færi af þeim sem eru hjer meginn hafsins hann hjelt ræðu í Kyrkjunni (ekki skrifaði hann hana) fjöldi fólks var viðstaddur aungum er hjer boðið við þess háttar tæki færi og aungar veislur haldnar en það koma svo margir sem vilja. Islendingar nu grafnir í Enskum kyrkjugarði Það mætti yminda sjer að það kostaði ekki mikið að koma mönnum í jörðina hjer þegar aungar veislur eru haldnar en tilfellið er vilji maður gjöra það sómasamlega kostar það æðimikið og liggur það

mest í því að kaupa hesta til að keira með fólkið í Kyrkjugarðin sem að eru einar tvær mílur hjeðann og kaupa gröf og borga prestum (Enska prestinum þarf að borga hans akveðna gjald þó annar prestur sje fenginn) Maria og Ingjaldur komu hingað að sunnan í Martz. og eru hjer í húsinu hjá mjer jeg held að þau hafi verið búinn að fá nog af því að vera þar samt eignuðust þau dálítið þennan tíma sem þau vóru þar, en það fór aptur í ferðakostnað svo þau voru lítið ríkari nú en þegar þau komu að heimann nema þau voru ekki í neinni fargjaldsskuld við Kristján því þau borguðu hana. Kr. er búinn að fara svo að ráði sínu að hann á ef til vill á minna enn ekkert og stafar það mest af land kaupum sem hann gjörði og gat ekki borgað en mátti skila aptur Af mjer er lítið að segja það er tilbreitingalítið líf daglauna mannanna það er að fara til til vinnunnar þegar hún fæst en vera þá vinnulaus hinn tímann í vor hef jeg unnið mest há Steina hann bygði stóra sölu búð sem kostar líklega framm undir 2000 dollara 900 tók hann til lans en hitt borgar hann frá sjer Smíðalaun hjer um bil öll í vörum mjer sínist hann vera í góðum kríngum stæðum og það er efalaust hann getur verið það ef hann blandar sjer ekki ynn í of margt en þó eru þau ekki á nægð með gróðann en mjer finnst það vera van þakklæti við gjafarann en sumir verða aldrey ánægðir en sá er ríkastur sem er ánægðastur með sitt þó lítið sje. Jeg ber aungvar áhyggjur fyrir lífinu nema helst fyrir börnonum hvað fyrir þeim muni liggja en jeg fel það alt á vald þeim sem öllu stjórnar og er faðir föðurlausra. þú getur líklega getið því nærri nafni minn hvað mjer finnst vera tómlegt og hvað mikið mjer finnst vanta í húsið mitt síðan mamma dó en þó vil jeg vera Guði þakklátur fyrir þá ráðstöfun því henni var mál að leisast hjeðann og var farinn að þrá hvíldina.

Eitthvað verð jeg að segja þjer af börnonum Rakel litla er í vist hjá Enskum hjónum og atlar að vera þar 1 mánuð 2 dollara á hún að fá í kaup líklega verður hún þar ekki lengur hún hefur alt of mikið að gjöra hún er stórlind og þrá með það sem hún tekur fyrir sig en hvers dagslega hæg. María litla er nokkuð öðruvísi hún er nokkuð fljót á sjer og verður ekkert við hendur fast sem maður segir. Bjössi litli er minstur eptir aldri og kjarklítill og skælir hann opt undan Snorra litla. hann er stór og hraustur og svo fljótur á fæti og hefur höndur á öllu sem hann nær til að það hefur ekkert þeirra verið eins svo hann þikir nokkuð mikill á ferðinni stundum Hvernig líður honum? muntu verða spurður að af sumum þegar þeir vita að þú hefur fengið brjef frá mjer þú verður að segja að mjer líði bærilega berst í bökkum að hafa í mig og mína og á eignin vegs lítið því altaf vagsa heimilisþarfirnar eptir því sem börnin stækka svo eru hjer heldur daufir tímar með vinnu og hart um að fá það borgað allir að kalla eru peningalausir og lítið um smíðavinnu (aðra vinnu vinn jeg ekki) Það verður lítið betra en ekki neitt þetta brjef kæri nafni minn en þú verður að taka viljan fyrir verkið jeg þarf að skrifa Markúsi líka ef jeg get hann bað mig þess Sveinbjörn á hjá mjer víst ein tvö brjef Skilaðu kærri kveðju minni til hans og segðu honum að ekki sje það af því að jeg sje búinn gleima honum þó jeg skrifi honum ekki heldur sje það bara af leti. Líka byð jeg að heilsa öllum Kl.s systkinonum og fleirum. berðu líka kæra kveðju okkar til allra þinna.

Vertu svo í Guðs friði um tíma og eylífð minn kæri nafni

Gunnlaugur Oddsson

Myndir:123