Nafn skrár:AdaBja-1879-02-09
Dagsetning:A-1879-02-09
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Davenport 9 Febrúar 1879

Astkjæri bróðir

Guð minn góður gjefi þjer og þínum gleðilegt og farsælt ní birjað ár. það er nú í fyrsta sinni sem jeg hef sendi þjer línu síðan jeg kom híngað og bið jeg þig að að fyrirgjefaforláta hvað það er seint það fyrsta af okkur að sega er góð líðan lof sje Guði. Benidigt skrifaði þjer í Sumar greinilegt br brjef og hafir þú fengið það þá hefur þú frjett greinilega um ásigkomulag okkar 00 hjer í Canada síðan hefur nú ekkert merkilegt borið

til tíðinda við erum hjer í sömu skorðum eins og áður. Jeg fjekk brjef brjef frá Lárusi fyrir 6 eða 7 vikum og bíður hann mjer að senda mjer far brjef ef jeg vilji koma vestur og skrifaði jeg honum og ljet í ljós feginleik minn og þakklátsemi fyrir boðið, það var umtalað í sumar að jeg ætti að hafa 2 eða 3 mánaða skóla hjer en það fórst fyrir þegar til kom þóttust þaug ekki geta misst mig frá að kjeira áburð úr borginni svo þar fór allt sumar kaupið mitt því vil jeg ekki vera leg lengur en jeg þarf hjer og bíst jeg við að

Lárus sendi mjer farbrjefið áður en langt um líður

Jeg er nú töluvert farin að gj geta talað við ensku og held jeg að jeg gæti bjargað mjer sjálfur a með að tala þó jeg þirfti á að halda í öllu daglegu tali en það sem kemur við lestri er nú núll því hjer er engin tími hvurki sumar nje vetur þó maður vildi eitt hvað reina að læra þá er eins og hilst sje til að meina það. Núna fyrir rúmri viku atlaði jeg að birja stórt fyrirtæki og fara í burtu jeg var buinn að út vega mjer heimili hjá póstmeistaranum og átti að hafa

4 dollara á mánuðin þegar jeg spurði húsbónda minn hvurt jeg mætti fara segir hann nei sagðist mundi gefa mjer 10 dollara ef jeg irði hjá sjer þangað til jeg færi vestur en annars hefði jeg ekkert og þótti mjer betra að sæta þo þeim kjörum en kannskje hafa illt af hinu

Jeg verð nú að hætta þessu klóri því ekkert er nú meira til segja og bið jeg þig auðmjúglega að forláta. Skilaðu nú kj hjartkjærri kveðju minni til Guðlaugar og allra barnanna og svo alls fólksins og til Hvols hjónanna og til inda og láfa og til nafna míns og segðu þeim að jeg skrifi þeim seinna þegar nóg gje gjorist efni þinn elskandi broðir

ABjarnason

Myndir:12