Nafn skrár:GunOdd-1876-11-01
Dagsetning:A-1876-11-01
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 1 November 1876

Elskulegi bróðir!

Jeg þakka þjer mikið vel fyrir tilskrifið ásamt öllu öðru bróðurlegu jeg er þá logsins sestur niður að skrifa þjer jafn vel þó brjefs efnið sje ekki neitt og andin ekki heima en hvar hann er veit jeg ekki hann er strokin en þó held jeg helst að hann sje komin norður til ykkar því hjer á hann sjer aungan kyrðar stað og aungan blett kjærann mjer er sama hvar jeg geing hjer það eru mjer alt ókunnir staðir jeg hef aungrar gleði notið hjer neinstaðar og á hjer aungan vin á Akureyri en þó hef jeg um tíma verið og verð samtíða manni sem jeg kalla vin minn og er það Arni sem var að smíða á Laxamyri hann er einn við Oddeyrar húsið það er fáorður og skikkanlegur maður og reinist mjer góður dreingur síðan jeg kom að norðan hefur ekki verið óindi í mjer til muna því jeg hef heldur ekki haft neinn tíma til þess því altaf hefur verið nóg til að smíða og verður víst fyrst um sinn og þykir mjer það gott alsvega en altaf fynnst mjer þó lífið hjer vera leiðinlegt og helst vildi jeg að eingin kunníngi minn kæmi að norðan að fynna mig á meðan jeg get ekki orðið honum samferða til baka.

Gott þikir mjer að heira að þú ætlar að verða kyr því jeg álít eins og þú að það verði hvergi skjólbetra en hjá hnjúknum og það hefur líka altaf verið meiníng mín og blasir þó

bærin mót norðri en það er ekki altjend komið undir legu landsins hvort það er gott eða ekki að búa á því heldur eptir jarð vegnum og hverju í hann er sáð, en hvar er hóllin þinn góði sem þú hvílir þig á? hjer á jeg aungann hól hjer á jeg ekkert skjól geing jeg á grárri möl, gefst ekki á öðru völ, þú segist halda að það sje sólskins blettur á götunni hvaða blessuð sól er það ó! að hún lísti þjer sem leingst elsku bróðir á brautum lífsins, en lítið þikir mjer byrta á fyrir mínum augum það sem jeg sje fram á vegin en það er nú mesta skamt en þó sjálfsagt nógu langt en þó er jeg altaf að hugsa um fram tíðina eitt hvað og hvað hún muni atla að gjöra við mig en ekkert get jeg sagt hvað jeg muni taka fyrir mig í vor jeg vil helst vera laus það er frjálsast en hvar á jeg þá að eiga heimili, jeg vil helst geta heyjað handa nokkrum kindum fyrir norðan því mjer þikir slæmt að þurfa að láta aðra hafa fyrir því eins og í sumar, en þig atla jeg að byðja að sjá um vetur gömlu kindurnar hvort það verða sauðir eða ær mjer er sama jeg læt ukkur Hallgr. ráða því en pabbi held jeg taki af mjer lömbin eða atli að hann geti það ekki? þú líklega lítur til með honum enn þá hvað ásetnínginn snertir, en líklega borga jeg honum aldrei neitt eða þjer, en þið eruð þá vanir við þessháttar af mjer og bregður ekki við.

Þá jeg eptir að spyrja þig að nokkru hvurnig stendur á sandinum í skónum00getur þú ekki hrist hann úr skolla þann skornir mínir fyllast á hverjum degi með ægisand en jeg hristi hann úr á kvöldin það er að sönnu þúngt að bera þá fulla en það má maður gjöra stundum, jeg að vísu máske skil við hvað þú meinar en sá sandur er maske fastari og þíngri fyrir en sá sem jeg um tala í skónum mínum, en mart er það sem muna tetrið beyir„ jeg er annars flesta daga svona bærilega glaður því jeg er búin að sjá það að það er ekki til neins að sökkva sjer ofaní melankolískar þeinkíngar og þúng lindi því það er til þess að drepa mann, jeg slæ mjer samt lítið út hjer í bænum því það er líka hollast ef ma húsbóndinn á að vera sáttur við mann og jeg veit ekki annað en hann sje það líka enn þá við mig eða að minsta kosti veit jeg að hann hefur sagt að sjer hafi æfinlega fallið vel við mig en þó altaf betur eptir því sem við sjeum leingur saman og þikir mjer nú þetta vera svo sem á við eina tvo aura!!!

Jeg er nú orðin ráðalaus að rugla á þetta á blað sem er þó ekki svo stórt enn þó væri líklega eitthvað til að tala um ef fundum bæri saman en það má hamíngan vita hvunær það verður en að mjer heilum og lifandi þá atla jeg að koma í vetur en hvunar það verður veit jeg ekki því það verður bæði eptir tíðinni og öðrum kríngum stæðum mínum jeg er nú að vísu hræddur um að jeg verði latur að gánga í vondu veðri eða færi Seigðu marju litlu ef þú færð þetta brjef áður en hún fær miða frá mjer að jeg ætli að skrifa henni og líka það að liturinn sem mama bað mig að út vega fæst hjer hvergi en jeg tala um þetta betur í brjefinu til Marju en Steina miða læt jeg hjer ynnaní af því að jeg held að honum sje farið að leiðast eptir nöglonum sem jeg sendi honum en Jón Björsson í Trollakoti er hjer í kaupstaðnum í nótt og lángar mig til að reina að koma þessum miða á hann í fyrramálið þegar jeg fer út á Akeyrina jeg byð að heilsa nafna litla og svo öllum mjer skildum og kunnugum þetta er í flítir skrifað nú er 5 þ.m. kl. 9 eptir m.

guð gefi þjer góða nótt og glaða daga

þess óskar broðir þinn Gunnlaugur

Myndir:123