Nafn skrár:GunOdd-1876-12-10
Dagsetning:A-1876-12-10
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 10-12. 76

Elsku bróðir!

Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir tilskrifið ásamt öllu öðru bróðurlegu mjer auð síndar, ekkert get jeg sagt þjer í frjettum mjer líður bæri lega jeg er altaf að smíða í sama stað og Bjössi og erum við ekki nema tveir því Jón er búinn að liggja í hálfaðraviku en er nú á bata vegi svo jeg má vera yfir smiður en það er bót í máli að jeg þarf ekki að segja mörgum fyrir ekki hef jeg fundið Guðmund og veit ekkert hvað hann gjörir.

Ljótar þóttu mjer frjettirnar að norðan en hef þó altaf búist við að slíkt kjæmi fyrir en eptir því sem jeg hugsa um það meira eptir því þikir mjer það ótrúlegra en má þó til að trúa því en ekki

eru allir hjer ánægðir með það fyrir 2! svo er ekki meira um það ekki skuluð þið æðrast þó jeg komi ekki milli Jóla og Nýárs því það er ekkert víst og skaltu segja hiklaust að jeg komi þá ekki eins og jeg var búinn að gjöra ráð fyrir, því jeg er svo undarlegur að jeg vil koma öllum á óvart hvunar sem það verður og þjer í einlægni að segja atla jeg ef guð lofar að koma á sama tíma og jeg sagði þjer en það máttu aungan láta vita jeg byð að heilsa öllum guð gæti þín í vöku og svefni þess oskar broðir þinn Gunnlaugur

Myndir:12