Nafn skrár:GunOdd-1872-05-21
Dagsetning:A-1872-05-21
Ritunarstaður (bær):Ketilsstöðum, Jökulsárhlíð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kétilsstöðum 21 Maii 1872

Ástkjæri bróðir minn!

Bestu þökk fyrir syðast

Vel gekk ferðin um kveldið út í kaupstaðinn, þó kom eg heldur seint þángað, því bæði tapaði eg ofurlítið á Felli, og Ásbrandstöðum; því steppan let bað liggja

fyrir mér á Felli, að fynna sig, i Krossavík fórum við dagin eptir enn ekki feingdu því Guttormur kom seint Yfinn að sækja mig, vegna hvassviðurs, dagin eptir

fórum við í Böðvarsdal, enn þá var hann gengin í veðrin svo við urðum aptur reka af heiðinni og sátum dag inn kjurt í Böðvd, var þá Hannes að heimsækja þig, og

og var heppnari en eg að fá Guðjón, enn mér heyrðist á tali Ykkar V. bróðir, að menn lægju en á lausu í Vopnafyrði, og nenfdi því ekki vinnumans eða sjómansleysi

mitt, syðan Sveinbjörn sál. fór í Móðið, sem til mín var ráðin, enn það baslast ein hvurn vegin af. þettað árið. þó mér bregði illa við, að hafa eingan að fara með mér

í látrana, hvað þá að ná annar björg úr sjó, Ekki varð neitt fyrir með feitaselin hann var eingin til, en Jakob L. vírað mér á fjörðum og í heiðar höfn, sem eg bað

hann að segji V. bróðir til, ef hann kjæmi sama erinda til hans. Þegar laugi minn fór með mér á stað

sagðist Calli gjöra hvað hann gjæti, þegar Iversen kjæmi, til að fá lauga til baka, og Pabbi sinn mundi leggja með því, furðadi hann sig á, að Sæmundson

skildi en hafa beðið um hann. hann sagði sér væri ómögu legt að komast af með vitlausa stráka, þar sem Sæmundsson væri verkalaus, og gilti einn hvurnig

?? fjandaninn alt gengi, bara hann hefði einhvuðan til að slúðra við, hann sagði að laugi væri strags orðin góður, og sér hefði fallið einstaklega

vel við hann, hvað mundi nú úr þessu verða, ef þú gjörðir nú svo vel og hertir á þeim Feðgum, að halda honum fram við Iversen, sem eg bið þig nú elsku frændi að

gjöra. Ekki mem Calli ættu að sigla í haust til að koma aptur á sömu stöðer, sem han for frá, og ef hann ljeði meira ráðandi, mundi hann hafa lauga eptir leiðis,

raunarþykist hann máksé vera búin að vera ofleingi únglíngur í Vopnaf. itl að sér sé hentugt að vera þar, en þá er Húsavýk, valla með Iversen láta hann verða í

vandræðum með forþénustu, Sera Benedict hefir í bréfi boðið lauga að koma honum fyrir fyrir sunnan, enn mér fynnst lauga það syður hugleikið, læt eg svo hér

við sitja í bráðina og vona ef þú elsku frændi! herðir á þeim feðgum, muni það hrökkva af við Iversen! I vetur bar Sæmundsen, Grönvaldi dreingi fyrir að hann gæti

ekki tekið lauga, en þar á eptir tekur hann Steffán á Torfastaðum það var dreingi lega gjört

frjettir eru héðan litlar nema bærileg heilsan þó hafa börnin altaf hósta, enn ekki uppá það vesta enþá, hefðirðu átt til spansflugu plástur þá hefði eg beðið

þig að gjöra svo vel go hjálpa mér um ögn af honum, það var svo lítið sem eg fekk af honum, hjá Tegner um daginn Mikið Yðrast eg eptir, að eg bað er um

Fagrað handa mér í vetgur, því mér er hvurgi nærri grun laust, að konu mína lángi ekki til að vera hér lengur, enn það skémsta, eg heiri líka seigt að Ögmundur

menn er ætla að vera þar í tvíbyli eptir leiðis, Er það satt að þú ætlir að taka Bjarnasen frá Runolfi, ef svo er, þá væri gott að meiga vera í samlögun við þig með

hvurutveggja látrana, það sparað mér mann í þessari V.m. ekki, og veid??? máské ekki minna, enn fyrirfarandi ??

Hvar er Rikarð ráðin með konu sinni og krö? skildai hún ei vera heilbrigð þettað árið? eg væri þá ekki fjarri að taka þau eitt árið. - Skylaðu

kjærri kveðju minniokkar til Konu þinnar og barna og fyrirgefðu

flytirinn þínum - þig ætíð heittelskandi ónýtu frænda

GOddson

Háæruverðugum

Herra prófasti H Jónssyni

á/ Hofi

Myndir:12