Nafn skrár:AndGud-1898-12-16
Dagsetning:A-1898-12-16
Ritunarstaður (bær):Hvassafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Andrés Guðmundsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1841-08-17
Dánardagur:1907-05-29
Fæðingarstaður (bær):Sámsstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hvítársíðuhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Mýr.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hvassafelli

16 des 1898

Herra

profastur Einar Friðgeirsson

Borg

Í brjefi yðar af 1 Des þessa árs biðjið þjer mig að borga yður 4 kronur sem Jón Sigurðarson frá Ferjubakka hefur visað yður á hjá mjer. jeg i minda mjer að svo leiðis

standi á þessum 4 kr að á upp boðinu á Ferju bakka keifti jeg kvigu, en áður en jeg bauð i hana Spurði jeg Jón hvert jeg ekki fengi foður á kú fritt á meðan

gjafartimi væri á þeim og lofaði hann þvi. Svo þegar jeg lenti á þessari kvigu þótti honum hún mjólka litið og vildi fá þóknun með henni (kvigunni) Svo jeg lofaði

2 kr i innskrift og það eru þær 2 kr sem eru skrifaðar i REikning Jóns frá mjer - og meiri borgun lofaði jeg honum aldrei og þar af leiðandi borga jeg ekki meira og

kannast ekki við að hann egi neitt hjá mjer

Virðingarfilst

Andrjes Guðmundsson

Myndir:12