Nafn skrár: | HelAus-1890-03-20 |
Dagsetning: | A-1890-03-20 |
Ritunarstaður (bær): | Flautagerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3515 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | prófastur |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Helga Jónsdóttir Austmann |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1827-08-05 |
Dánardagur: | 1902-10-09 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Böðvarsnesi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hálshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
Flautagerði 20 marz 1890 Háæruverðugi herra prófastur Daniel Halldórsson Kærustu þakkir fyrir yðar heiðraða brjef, rá 11 þ. m. ásamt meðlögðum 40 krónum, er jeg þakka yður hjer með mikið vel fyrir. Hvað við víkur skuld þeírri er jeg á hjá yður, hefur mjer helst hugkvæmst að láta hana standa hjá yður, meðan jeg ekki nauðsynlega þarf að halda á peningum þeim, og þurfið þjer þess vegna ekki að huxa um að borga höfuðstólinn fyrst um sinn. En ef svo er, að þjer viljið endilega, borga eitthvað af skuld= inni smásaman, með innskrift til Taliníusar verslunar, þá legg jeg það í sjálfs vald yðar, jeg fyrir mitt leyti hef ekkert á móti því. En eins og hef áður á vikið þurfið þjer ekkert að stríða í því fyrst um sinn. Mjer er allt eins kært að eiga þetta hjá yður. Jeg legg hjer með viður kenningu til yðar, að borgað Helga Jónsdóttir Austmann |