Nafn skrár:HelAus-1893-04-15
Dagsetning:A-1893-04-15
Ritunarstaður (bær):Flautagerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3515 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:prófastur
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Helga Jónsdóttir Austmann
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1827-08-05
Dánardagur:1902-10-09
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Böðvarsnesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

19/4 93.

Flautagerði 15 apríl 1893

Háæruverðugi herra prófastur D Halldórsson

Þökk fyrir brjef yðar frá 10 marz n.l. ásamt með fylgjandi rentu ávísun, er jeg hef innfært á veðskuldabrjefið. Því miður get jeg ekki orðið við beyðni yðar með skipti á veð- skulda brjefunum; því nú er jeg neydd til að segja upp láninu fra þessum degi að 000: nefnilega með hálfsárs fyrir vara eíns og áður hefur verið um samið. Ymsar skuldir er jeg hef komist í á undanförnum bag- inda árum, leyfa mjer ekki að láta lán þetta standa lengur enda þó jeg viti að það sje í vísum stað Jeg er orðinn svo gömul og lasin og vil Vert0!

ekki þurfa að standa í stíma braki með að fá ný lán til að geta borgað með áfallnar skuldir. Sama er að segja með veðbrjefin jeg vil helst meiga halda því eldra þar til skuld- in er borguð. Hitt legg jeg hjer með. Með óskum beztu og kærri kveðju er jeg yðar með virðing og vinsemd.

Helga J. Austmann

húsfrú Helga J. Austmann

19 ágúst 1893

kærar þakkir fyrir brjef yðar frá 15. apr. næstl. Nú get jeg þá loksins borgað yður skuld mína og sendi jeg yður því firra lánaða upphæð: 1000 kr. Sömuleiðis fylgir með leiga af þessum peningum frá 23. marz þ.á. til 15 okt. næstkomandi, samkvæmt uppsögn yðar í áðurnefndu brjefi 15. apríl, en leig- an er 22,58 kr. Sendi jeg því alls 1023,00 krónur. Bið jeg yður nú að gjöra svo vel, að senda mjer með vissu ferð skuldabrjef mitt, eptir að þjer hafið ritað á það, að skuldin, höfuðstóll og leiga, sje að fullu borguð. Að endingu finn jeg mjer skylt að færa yður mínar beztu þakkir fyrir lánið og uml0ð00ga á því.

5. sept. 1893 s. sent með 0: Jóh. 7/9 93.

Eins og jeg gat um í línum þeim, er jeg hripaði yður með Jóni Pálssyni au00pósti seinast hefði jeg lagt fram anskrifaða peningaalla upphæð skuldum minum ásamt vöxtum 23 kr. eða 1023 kr. innan í eitt umslag til yðar og hjá Möller tekið við brjefinu viðstöðulaust til flutn- ings með pósti. En þegar Jón póstur fór hjer um, færði hann þann boðslag frá hr M. að eigi mætti m0000 000 í einu pen- ingabrjefs umslagi en 300 kr. með 00000 jeg hefi því nú orðið að skeyta nefnda peninga upphæð í 4 brjef, þannig að í 3 þeirra eru þínar 300 kr. í hvurju, og 123 kr í hinu fjórða

Verð jeg nú að biðja yður að láta setja þess00 4 peningabrjefs á vissa póst00j0nd000 það s. að Stöð, og ítreka þá ósk mína, að þjer sendið mjer skuldabrjef með, á00iknað þannig, að upphæð þessi eða höfuðstóll og einnig leigur, sje að fullu borgað.

Myndir:12