Nafn skrár:HelAus-1888-04-02
Dagsetning:A-1888-04-02
Ritunarstaður (bær):Stöð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3515 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:prófastur
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Helga Jónsdóttir Austmann
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1827-08-05
Dánardagur:1902-10-09
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Böðvarsnesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

12/4 88.

Stöð 2. apríl 1888

Háæruverðugur herra prófastur D. Haldórsson að Hólmum

um leyð og jeg sendi yður kvittunn fyrir með teknum 40 krónum, læt jeg yður hjer með vita að þær 1000 kr er jeg á hjá yður er yður heymilt að hafa yfirstandandi ár syðar getum við talað um leyngra á frammhald á láninu

með bestu óskum og vinarkveðju

Helga J. Austmann

12/4 88.

Jeg undir skrifuð játa hjer með að hafa fengið 40 kr Fjörutíu krónur frá Háæruverðugum herra prófasti D. Haldórsini á Hólmum, sem er renta fyrir um liðið ár, frá 23 marz 1887 til sama tíma 1888 er því rentan skilvíslega greydd fyrir áður greynt tima bil.

Stöð. 2 apríl 1888

Helga Jónsdóttir Austmann

Myndir:12