Nafn skrár:HelJoh-1858-01-25
Dagsetning:A-1858-01-25
Ritunarstaður (bær):Skarfsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Helgi Johnson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1822-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Dal.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Skarfsstöðum 25 dag janúarmán 1858

ST

Herra bókbindari J. Borgfjörd Akureyri

Góði kunníngi!

Það er innihald miða þessa að biðja yður að borga fyrir mig herra Sv. Skúlasyni á Akureyri 1 Rd r. m einhvöntíma áður en ifir standandi árgangur Norðra er útrunninn, það er að segja, svo framarlega sem sem að þjer eruð eða verðið búinn að selja svomikið fyrir mig mig af kverunum, eins kynni jeg líka - síðar að biðja yður að borga eitthvað lítilsháttar til Arsistents Sigurðar Laxdal. Hvað vefaran snertir þá skuluð þjer reyna að kojma yður svo fyrir að selja hann ferðamönnum og gefa þeim þá ríflegra sölulaun, en alment tíðkast. Ræðurnar eru útgengilegar og sumstaðar hjer vestra eru þær ekki til. Gjörið svo vel að skrifa mjer línu við hentugleika um þetta allt. -

Með farsældar óskum frá mjer til yðar sjálfs og allra yðar, vil jeg finnast yðar heiðurssemi þjenustureiðubúinn kunníngi

HJohnson

S.T.

Herra bókbindari J Borgfjörð

á Akureyri

Myndir:12