Nafn skrár:HilTho-1875-11-25
Dagsetning:A-1875-11-25
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Hildur var föðursystir Sólveigar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Hildur Þorláksdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1860-03-28
Dánardagur:1936-09-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Skútustöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Bessastödum, 25 Nóvenber 1875,

Elskulega föður systir mín Mig lángar til ad skrifa þjer fáar línur med póstínum sem ferad fara þó jeg finni vanmátt hjá mjér til þess Jeg óska ad þessi midi hitti þig glaða og heila heilsu, Okkur gekk vél suður vid fórum frá Halsi; 12 Septinber og feíngum alt af góda tid samt gekk okkur heldur seint vid kornum híngad þann, 24 Björn var hjer þángad til Skóli var settur, Jeg hef kunnad vél vid mig Hjónin eru mjer mikid gód og jeg hef altaf verid heilbrigd sídan jeg kom, Jeg atla ad seigja þjér hvað jeg geri jeg geri hreína stofuna sem hjónin sitja í og svo Kamelsid sem jeg þau sofa í og svo legg jeg á bordid, jeg hef verid ad sauma leíngst af enn nú er jeg

farin ad taka onaf ull, jeg sit optast niðri stofu hjá systir minni og jég les optast ögn í dönsku á hverjum degi, Jeg trúdi fyrir þegar Kristrún fer jeg held ad mjer leidist þegar hún er farinn._ Jeg fór inn í Reykjavík yf m þegar þeir voru vigdir Hallgrímur Sveinsson og Hannes Stephansson mjér þótti þad mikid hátid legt og skemtilegt ad vera vid það tæki færi jeg kom. til madömu Möller hún kom tók mikid vel á móti mjer jeg fór med Guðnýu fóstur dóttir hennar i kirkju og svo kom jeg í assisors húsid þar var líka gott ad koma mjér leíst mikid vel á Frúna þad er víst gód kona, S0ulra litla sonur þerra hefur verid hjer sídan snemma í sumar og jeg held ad hann verdi í vetur, hann er mikid efnilegur, og gód_ ur drengur, Jeg hef eignast sjal sédan jeg

Myndir:12