Nafn skrár:HolJon-1889-01-29
Dagsetning:A-1889-01-29
Ritunarstaður (bær):Brautarholt
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Kjós.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Hólmfríður Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1852-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Sjávarhólum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Brautarholti 29/1. - 89.

Herra Jón Borgfjörð Rvík!

Vegna þess að jeg hef fengið skilaboð frá yðru með Jóni á Esjubergi að þjer óskuðuð eftir að jeg vildi selja yður árbækur Espólíns og þareð jeg er ekki búin selja þær ætla jeg að senda yður þær með þessum línum. Ekki get jeg verið að prísa, þær, því jeg þykist vita að þjer munuð borga þær eftir því sem þær frekast geta gengið. Einnig ætla jeg að biðja yður að láta ekki borgunina ganga til annara en mín; Frekar skrifa jeg yðru ekki um þetta efni, en vonast eftir að þjer veitið þeim móttöku.

Með vinsemd og virðingu.

Hólmfríður Jónsdóttir.

Myndir:1