Nafn skrár:HolJon-1889-03-04
Dagsetning:A-1889-03-04
Ritunarstaður (bær):Brautarholt
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Kjós.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Hólmfríður Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1852-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Sjávarhólum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Brautarholti þann 4. mar. 1889

Kjæra hílsan!

Af því þú vildir fá hjá mjer arbækurnar þá þótti mjer vænt um það; því jeg vonaðist þá eftir að jeg mundi, geta komið þeim í bærilegt verð, því jeg hafði aldrei heirt talað um að það vantaði neitt í þær; enn jeg trúi því að það sje satt, sem þú segir um það; og langar mig til að biðja þig að gjöra það sem þjer sínist, með þær; því mjer dettur ekki í huga að fara að svíkja neinn á þeim. Mig hefur fjarska mikið langað til að finna þig síðann í sumar að maður minn sálaðist því hann beiddi mig að bera þjer kjæra kveðju sína, ef jeg findi þig einhvern tíma; enn jeg hef ekki getað það sakir lasleika. Mjer finnst jeg eiga hjer ekki marga að; og sindi það sig strags við frá fall hans,

þar sem jeg mátti lítlu ráða og þótti mjer það vera fjarskalega leiðinlegt hvernig það gekk til Því þá gat jeg varla skriðið úr rúminu, um þær mundir. f. 1829 Hann dó þann 27. ágúst, og 1888 hafði hann þá níu um fimtugt enn fæðingar dag hans finn ekki jeg ekki neinstaðar skrifaðann, enn mig minnir að hann hafi verið fæddur í seftinber enn jeg man ekki hvern mánaðardag Jeg veit ekki hvað þú meinar með því að festa það á band sem þú segir í brjefinu. Enn hafðu þjer ætlað að gjöra svo vel go láta það í blöðinn þá hefði mjer þótt fjarska vænt um það; því mjer hefur oft dottið í hug að gjöra það enn hef engvan getað beðið, og lángar mig að það væri þá minst á helstu æfi atriði hans, | hann var 15 ár í hjónabandi með firri konunni og eignaðist

með henni 8 börn 4 drengi og fjórar stúlkur. Enn við vorum samann í 12. ár í hjónabandi og eignuðumst níu 9. börn 4 drengi og 5 stúlkur og á jeg 4 lifandi af þeim.] Jeg get ekki sent þjer söguna af Geirmundi og Tósiló því jeg veit ekki annað enn Pjetur litli hafi farið mið hana í vor þegar hann fór, enn jeg er ekki búinn að komast eftir því, aðmelega hvar hún er miður kominn Jeg hætti nú þessu masi og bið þig fyrir gefa mjer hvað það er mikið og illa stílað. Jeg þakka þjer inniliga fyrir til skrifið sem mjer þótti fjarska vænt um að fá, með vin semd og vírðingu.

Holmfríður Jónsdóttir

mjer þætti mjög vænt um að þú skrifaðir mjer línu aftur ef þjer viðdu gjöra svo vil.

Myndir:12