Nafn skrár:IngGun-1868-10-06
Dagsetning:A-1868-10-06
Ritunarstaður (bær):Kiðjabergi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ingibjörg E. Gunnlaugsdóttir
Titill bréfritara:húsmóðir
Kyn:kona
Fæðingardagur:1834-07-05
Dánardagur:1897-07-03
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Glaumbæ
Upprunaslóðir (sveitarf.):Seyluhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Eyrarbakka, 6. Októb 1868

Astkæri Bróðir minn!

hjartans bestu þakkir fyrir Elsku góða bréfið þitt með Johan en sorglegt var að heira af veikindum Elsku nöfnu ó hvað þú mátt lita að horfa

uppá eimd hennar besti Bróðir, æ Guð gef eg frétti nú bærilegt frá ykkur með bræðrum sem eg vona að ?? nú komnir lukkulega suður og vona

eg þeir komi með linu til mín frá ykkur, Eg skrifaði Elsku konu þinni um daginn rétteptir að eg kom hingað og sagði henni ferðasöguna lika bað eg hað-Björgu

að skrifa þjer fyrir mig því eg var heldur vinnu lítil umsístu dagana mína á Húsavík, og óskop vesöl þegar sú fregn bar að Lárus væri búinn

að fá Borgarf. sislu ætlaði eg mjer hvurgi að fara en það stóð ekki lengi þángað til það barst til baka. og var Mað Björg fremst í því að drífa mig á stað og var hún

orðin mjög umbreitt með það eg hafði það einar orðsakir nefnil fiest að eg mundi aldrei kunna við mig hjá Johan sem marg bauð mjer til

sín og svo held eg

hún sie búinn sjálf að fá nóg af að vera þar þó lítið á beri hana lángaði því mjög til að eg færi í haust suður og sæi mig hjer um og gjördi alt hvað eg gæti til

þess að .M.n fangi sjer jörð í vor og það vona eg líka verði eg hafði opt spaugað við hana að hún ætti nú að koma suður með mjer, það veit

Guð að mjer er vel við hana, og tekur það sárt hvurnin æfi hennar er stundum og hvurnin for hold milli hennar og Johan er orðið ólíkt því sem

það var áður, og að siá uppá drikkjuskap hanns daglega og þarafleiðandi ónot milli hjónanna sagdi hún mjer sjer findist það óbærilegt fyrir sig að vera við það til

lengdar einkum þegar heilsa sín færi að bila og Elkn kominn og sig lángaði mest af öllu til að vera nálægt mjer með Imbu eina ef mjer findist

það ekki óráð, en bað mig jafnframt að láta aungvan vita þettað svo flíótt því ef við fengum aungva jörð ditti það nidur því á Eyrarb. vildi hún ekki vera þú ert nú sá

fisti Hjartkæri Bróðir sem eg minnist á þettað orð eg veit mjer er það óhætt en mig lángar svo til að heira álit þitt um þettað áður en eg minnist á það við M. minn,

þettað hesti nú mikið á suður ferð minni í haust því alt vildi eg í þessu falli gjöra fyrir hana um 2va daglega hefur ljett undir birðina með mjer

æ eg vildi eg

þú lætur ekki á þessu bera ef þú skrifa Mað B.

ætti það eptir að launa henni það, eg hefi nú góða von með að jörðin fáist í gjær kom hjer maður sem bauð honum hálfa jörð sem hann ætti og nefni aðra til, og

ætlar M.m bráðum að fara skoða þær eg tala nú ekkert um hvaða ánægja mjer væri það að fá Mað B til mín bara

hún gæti kunnað við sig og það gamla færi heldur mínkandi, en það sagðist hún ekkert sitja fyrir sig því þá gæti hún verið mje

til dálítils leittirs, það hefur annars ekki mikið borið á því síðan eg kom þá hafði hann lotið sækja á andkjer nokkrum dögum áður en eg kom svo lítil er nú en voninn

mín er ósköp þótti honum væntum að eg kom hann sagðist halda hann hefði orðið hálf vitlaus í vetur hefði eg ekki komið og held eg hann hafi verið hálf hræddur

um að eg mundi aldrei ætla að koma það var lika búið að fréttast suður að eg væri að flitja mig til ykkar og getur þú nærri hvurnin það hefur

verkað æ eg ætla að vona að eg hafi gjört það sem skilda mín bauð mjer nefnil að fara suður að hvurju sem mjer verður það

það unt nú Guð enn eg man þú skrifaðir mjer það í vetur leið að þá væri fullrant, æ mikið þrái eg nú eptir að fá línu frá Elsku Tótu okkar eg vona að

Póstskipið fari nú bráðum að koma. hreint var eg þrunlaus á Húsavík eptir að hún fór aldrei hef

eg saknað manneskju svon. og gjöri en, ó hvað það hefdi verið indælt að hafa hana hjer í vetur en eg veit að það fer betur um hana þar sem hún nú er og því

ætti eg að vera róleg. nú er Elsku Jonni minn farinn suður en ekki veit eg en hvað verður um aumíngja Lauga, hjer er eingin á öllu suðurlandi sem hægt er að koma

honum fyrir hjá til að læra smíði mjer finst nú réttast að láta hann vera heima í vetur (heldur en láta hann sigla eins og Hannes Johnsen ráðlagði) og láta hann svo læra

hjá Páli Halldórssyni sem sjálfsagt kemur suður í vor til kjærustunnar nefnil Ingib Þorvaldsdóttur sem hjá okkur er. M. minn fær heldur aungvan betri en Pál til að

smíða fyrir sig, helst gjöri eg ráð fyrir að Dóri gángi til Eggers sem kominn er til Thorgríms um að kenna dreingnum heima, óskar er Mað Solveig altaf aum hún liggur

nú alveg í sumi gömlu verki hún er nú flutt úr húsinu og í bæ hjer rétt hjá en eg trúi hún idrist nú eptir öllu, æ mikið má þér leiðast að lesa

þettað klór Elsku besti Bróðir en eg veit þú fyrirgefur það heilsaðu hjartanlega Elsku konu þinni frá mjer og öllum börnonum ó opt já daglega síka

eg Elsku Gunn tótu minni til mín æ eg vildi eg gæti hitt óska stundina eg lifi við þá von eg geti það seinna Lifið þið öll margblessuð eg er til dauða þín

heittelskandi, aumíngja systir

HGunnlaugsdóttir

Myndir:12