Nafn skrár:IngEgg-1871-12-17
Dagsetning:A-1871-12-17
Ritunarstaður (bær):Ríp
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:prófastur
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ingibjörg Eggertsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1850-01-01
Dánardagur:1895-04-18
Fæðingarstaður (bær):Þóreyjarnúpi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kirkjuhvammshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):V-Hún.
Upprunaslóðir (bær):Grímstungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Áshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):A-Hún.
Texti bréfs

Rif 17. desemb. 1871

Velæru verðugi herra prófastur!

Jeg get ekki nógsamlega þakkað yður fyrir yðar, samstundis meðtekna, elskulega brjef og innilega hluttekningu í ástæðum mínum. Guð eínn getur launað kærleíks verkin, og það vil jeg biðja hann að gjöra að umbuna yður og öllum, sem hafa sýnt mjer kærleika í orði og verki. Þó þjer í yðar góða brjefi segið að peningar þeír er þjer hafið lagt út með syni yðar skuli standast á við það af renntutímunum sem þegar er liðinn, þá get jeg ekki, eptir tilfinningu minni núna, fengið ef mjer, að öllu leyti, að þyggja yðar óverðskuldaða góða Guð, og vona jeg að þjer misvirðið ekki þó jeg sendi nú með syni yðar 17 rdl og jeg hefi látið (nú samstundis) skrifa sjer þórði á þrastarhóli og beðið hann að borga til yðar 16 rdl. Það hefði verið mjer sannarleg gleði og á= nægja, að yðar góði og elskul. sonur hefði verið

hjer lengur og notið þeírra framfara í lærdóm, sem útlit var fyrir að hann hefði getað feng= ið ef Guð hefði ekki gert skilnað hanns og míns elskul. manns svona fljótt og það er nú í sambandi við sorg mína að verða nú svo fljótt og óvænt að sjá son yðar fara hjeð= an; en verði Guðs vilji. Fyrirgefið þessar fáu línur yðar elskandi systir í drottni, sem óskar yður og yðar alls góðs af hjarta

Ingibjörg Eggertsdóttir

Myndir:12