Nafn skrár:JakBja-1866-02-26
Dagsetning:A-1866-02-26
Ritunarstaður (bær):Krossanesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jakob Bjarnason
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1846-10-07
Dánardagur:1891-09-21
Fæðingarstaður (bær):Tungu
Fæðingarstaður (sveitarf.):Þverárhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):V-Hún.
Upprunaslóðir (bær):Katadalur
Upprunaslóðir (sveitarf.):Þverárhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):V-Hún.
Texti bréfs

Herra Jón Guðmundsson lögfræðíngur hefur í þjóðólfi firra ár, gjetið um Skiptapann hjer við vatnsnes er Skjeði næst liðið Sumar og Sínir greínin ljóslega að hann hefur ekki feíngið rjetta fregn um nefndann Skiptapa, vil eg því þjenustusamlega gjefa hjer með gjefa nokkuð glöggvari upplísíngu til væntanlegrar leíðrjettingar er eg vil að inn færist í Þjóðólf, Skipið Sem var lítill áttæringur var eígn bónda Jóns Árnasonar á Illugastöðum það lagdi first út þaðan 27 Júní f.á. og ætlaði til Borðeírar verslunar Staðar að Sækja matvöru m.fl. á Skipinu voru als 12 menn n.l. 7 karlmenn og 5 kvennmenn þeir rjeru inn með landi í hægri dimmri og drúngalegri Sunnan átt og inn að So nefndum ánastaða Stapa , þar báru þeir grjót í Skipið og Settu upp Segl Seint um kvöldið og Sigldu hægann beiti vind vestur firir mið fjardar minnið og þá ligndi þegar kom vestur með heggstaðanesinu Sem er milli miðfjardar og hrútafjarðar so menn rjeru í nærri logni enn voru þó uppi öll Segl enn í einni svipan kom kast vindur á kaflega harður efst í seglinn og þrikti niður skipinu svo það half sökk og að því liðnu kvolfdi skipinu Fleíra af fólkinu komst á kjöl enn Smá tíndist af honum um nóttina þar til eí voru eptir nema 3 menn er bjargað var daginn eptir klukkan 11

Sem voru merkis bóndinn Eýríkur Hrason, frá Bergstöðum vinnum. Hannes magnússon, frá Illugastöðum og vinnum. Jóhann Jóhannesson frá Kafaðal í Þverárhrepp enn Skipið með hinum 11 mönnum var úr Kirkjuhvammshrepp þeir Sem björguðu mönnonum voru bændurnir Jón Brinjúlfsson á Skardi og Jónatan Samson son á almenníngi, formaður á Skipinu var Íngismaður Sigurdur Bjarnason frá Bergstöðum ðugnaðar maður til Sjós og lands hvurs manns hugljúfi sem við hann kinntist frábær lega gáfaður og Skald gott 2ar var hreppstjóri skúli Gunnlögsson frá Stöpum dugnaðar maður mað til sjós og lands og vel metinn í Sinni Stöðu hann ljet eptir sig konu og 3 efnileg börn 3ji Ekkjumaður ??? Jón Jonsson á Sauðadalsá og eirnúnglíngspiltur frá Stöpum kvennmennirnir voru merkis konanguðríður Guðmundsðóttir kona Eýríks á Bergstöðum er bjargað var og áttu þaug 7 börn á lífi öll vel efnileg 4ar úngar Stúlkur ó giftar

Krossnesi þ. 26 febr. 1866

Jakob Bjarnason

Myndir:12