Nafn skrár: | JakJon-1870-09-12 |
Dagsetning: | A-1870-09-12 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Béssastödum, 12 sept. 1870. Elskulega systir mín! Gud blessi þig fyrir allt gott mjer sýnt Stutt var samvera okkar ísumar, jeg var talsvert hrygg í hug ad skilja vid þig, því mjer sýndist á þjer, þó ekki mintist þú á þad, ad margt væri erfitt um þær stundir, helzt heílsa þín. Sídan hef jeg ekkert heirt af nordan frá ykkur. Jeg skyldi hlakka til ef Kristjáns Jeg kom til míns nýa heímilis 9 sjeu í heímili, þarámedal gamalmenni og Krakkar; piltarnir eru samanvaldir ad dugnadi og stúlkurnar svona einsog gjörist. Talsvert hefir komid af gestum sídan jeg kom helzt úr Rvík. Jónas frændi kom med póstskipinu og verdr hjer þangad til skóli byrjar og Stefán Halldórsson. Vid vorum dag um kyrt á Mælifelli, þar held jeg lídi svona eptir vonum altaf erfitt; hjónin og sistkinin fylgdu okkr ad Valadal. Stefán var þá enn fyrir sunnan, hestlaus; hann kom hingad fyrsta daginn, sem jeg var hjer; madurinn minn ljedi honum hest nordr; hann atlar ad vera í Klausturhólum í vetur; lakast er hvad hann slarkar Garmurinn. Nú er heldr komid rót á embættismennina Magn. Stephensen assessar hjelt ad dagar Havsteins væru taldir, ekki var hann honum medmæltur, og jeg bætti ekki úr því, þegar talad var um hann hjer. Grímur var ad þæfa í móinn vid hann í sumar um ymisl. ; (þeír hafa nú þekst ádr) og rádleggja honum ad hætta þessum ofsóknum; en lítid tók Havstein undir ýmislegt, sem hann af ósettu Madurinn bidr kærl. ad heílsa. rádi taladi Jóni og ekki síst Tryggva til hróss svo vid öll heírdum, því Gr. hjelt nú sinni eínurd vid hann. Þad gledr mig ad eíga von á ad sjá Jon mág ad sumri, heíma á Bessast. er talad um búskap og ekki Politík. Jeg er óhrædd um ad okkur semur hjereptir sem hingad til. Skildi verda skipt eptri foreldra okkar og því fengir lódsedil þá láttu mig vita hvad af fötum stendur í honum; jeg sendi þjer ekki nema Kjólinn og glu treíju sem stód í Nr med Klukku er jeg tók og veít jeg egi hjá hvorri okkar þad verdr sett, en jeg skal jafna þad. Jeg tók mest af Jöfnum fötum módir okkar svo eítthvad yrdi úr þeím. Þú lofar mjer ad vita hvernig þjer lídr, hjereptir sem hingadtil og hid sama vil jeg gjöra, en jeg skrifa stutt því í mörg horn er ad líta og annad ad gjöra enn skrifa, þó ekki eigi jeg nú annríkt. Hjartanl. bid jeg ad heílsa fyrst þínu heímili og ad Skútustödum og fleirum gódkunningjum. Bertú blessud og sæl, og lifid einsog ann ykkur ykkar elskandi systir Jakóbína. |