Nafn skrár: | JakJon-1871-02-12 |
Dagsetning: | A-1871-02-12 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessast. 12. febr. 1871. Elskulega systir! Beztu þakkir fyrir hid ástúdl. brjef þitt frá 3. nóv. f.a. sem jeg fjekk löngu eptir ad póstur var um gard gengin og hafdi þad mist af honum. Fegin vard jeg ad heýra hve farsællega forsjónin hafdi leítt þig gegnum hættuna bædi þad sem Kristrún sagdi mjer og svo af brjefi þínu. Ígær frjetti ad madur hefdi komid nordan og mundi fara á morgun, vil jeg adeíns láta þig sjá ad jeg er á lífi og mjer lídr vel, hefir svo verid sídan jeg kom hingad, þó var jeg nokkud lasin um tíma í haust en þad er nú batnad. Vel hefir mjer komid ad hafa Kristrúnu, hún er lagleg og vill mjer í öllu sem bezt. Eítthvert slífarlag er jeg nú hrædd um ad verda kunni á búskapnum, Jeg byrja nú med því ad skipta næstum alveg sem vinnukonur, sje jeg lítid eptir flestum þeím er fara, en þekki lítid þær er jeg fæ, hjer er mörgu ólíkt háttad því sem jeg hef vandist. Stuttaar held jeg þjer þætti vodirnar, se jeg hef latid tæta í vetr og þó fær vinnufólkid talsvert af fötum óreíknad, ullin tók ekki lengra; hún var hvorki gód nje mikil, nema nokkud sem jeg fjekk frá Hólmum. Tíd hefir mátt kalla heldur góda í vetr; húskarlar hafa sókt sjóin fast sídan um nýar, og fengid 226 í hlut -en hlutir eru 8.- í 5. ferdum sudr í Gardi og Leírusjó. Mikil og jeg honum; Tomas segir sjer lítist ágætlega á hann og hann skuli vera honum svo innan handar, sem sjer Tíminn er stuttur núna en ef jeg lifi skal jeg skrifa þjer brádum; jeg hlakka til ad sjá mág minn því fátt er um far kunningja. Grímur er jafnan gladr vid gesti sína, eíns og hversdagslega, og er er þá hvorki talad um Stjórnarbót nje Kládabót. Vertu nú sæl elskulega systir! Gud blessi þig og þitt hús! Þess óskar af hjarta Þín elskandi systir Jakóbína. Grímur bidur kærl. ad heílsa og Jónas frændi skrifadi mjer í gær Já, mikid hefir þú ad annast elskul. Solveg; enn hvad þad |