Nafn skrár: | JakJon-1872-03-19 |
Dagsetning: | A-1872-03-19 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessast. 19. marz, 1872. Hjarkæra systir! Eínusinni var mér lád löngun mín til bréfaskripta en nú á ég bágt med ad fá mig til þess, svo margar verda mannsæfirnar á skömmum tima. En hugur minn fer því optar í heímsókn til vina og vandamanna og telur upp fyrir mér gledi þá og gagn sem ég hef haft af þeím og þakka ég þá í hjarta mér, ekki síst þér elsku Solveg, sem vant svo módsleg þó ég tæki því illa. Líka þakka ég bréf þitt er mér innil. gledi ad heýra hvad þú ert frísk og stendur svo vel í þeím mikla starfi ad flestir dást ad; minna ætlar ad verda úr fyrir mér, ég er ófær ad sjá um þad sem mér er trúad fyrir, en er þó trúad fyrir svo miklu færra en þér. Heílsa mín er því midr vidlíka og þegar Jón kom seínast, ég sef reýndar betr og sitthvad reglulega en ekki líkara því ad létta af Eg ætla ekki ad þreýta þig á lýsingu á veröld en hún dregur úr mér dug og hug; sumir komu ef til vill i ad kalla þad saudfé er ekki margt og fremur til notalegheíta en búinu til styrks kírnar lukkast allvel og fjölga nú brádum, Kvígur sem eiga ad bera mörg háttsemi hér vid sjóinn þikir mér ekki vid feldin, svo sem hin mikla smjörbríkun, en vaninn er ríkur og fólk gáir þess sem þad kynni ad missa fremur hinu sem vid yrdi bætt. Hildur skrifa þér og Gr. Jóni svo ég ætla ad vera fáord, forláttu bezta Solveg og taktu þér ekki nærri þó dauflegt sé; berdu hjartans kvedju mági m og börnönum og því er eg þekki af fólkinu og Manni Gislad. Gud blessi þig og gefi alla goda hluti eg er þín, þó lítid verdi kannske um skriftir eda fríndi, elsk. Bína Leídar þikja mér greínirnar í Nordanf. vildi ég Jón mágur mannskemdi sig ei á ad sinna séra Arnljóti. Björn held ég verdi hjá okkur í sumar; hún æfir sig dálítid á Dönsku hjá mér og ég hvet hann til ad lesa med sjálfri sér, og þó henni þiki ekki ef til vill, skemtil. sumt sem hún hefir ad gjöra, vona ég hún geti haft gott af því med tímanum. Eg kvídi fyrir ad missa Kristrúnu, hún er svo væn, og nú ordin húsvön, Lítill held ég þér þætti |