Nafn skrár:JakJon-1872-03-19
Dagsetning:A-1872-03-19
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Solv. systir

Bessast. 19. marz, 1872.

Hjarkæra systir!

Eínusinni var mér lád löngun mín til bréfaskripta en nú á ég bágt med ad fá mig til þess, svo margar verda mannsæfirnar á skömmum tima. En hugur minn fer því optar í heímsókn til vina og vandamanna og telur upp fyrir mér gledi þá og gagn sem ég hef haft af þeím og þakka ég þá í hjarta mér, ekki síst þér elsku Solveg, sem vant svo módsleg þó ég tæki því illa. Líka þakka ég bréf þitt er mér innil. gledi ad heýra hvad þú ert frísk og stendur svo vel í þeím mikla starfi ad flestir dást ad; minna ætlar ad verda úr fyrir mér, ég er ófær ad sjá um þad sem mér er trúad fyrir, en er þó trúad fyrir svo miklu færra en þér. Heílsa mín er því midr vidlíka og þegar Jón kom seínast, ég sef reýndar betr og sitthvad reglulega en ekki líkara því ad létta af

Eg ætla ekki ad þreýta þig á lýsingu á veröld en hún dregur úr mér dug og hug; sumir komu ef til vill i ad kalla þad eínisdun af því þeír skilja ekki í því, en eg þegi vid því ég veít fullvel ad líkaminn er orsök í ad draga sálina nidr med greinil. verkjum; ég get ekki látid vera ad ásaka mig fyrir ad ég hafi kannske ekki gætt mín eínsog ég átti ad gjöra, t.a.m. í vor þegar hér var bædi tauga- og kvef-veíki, sem ég var svo hrædd vid af því ég var svo illa undirbúin, eda haft þá þekkingu sem ég átti og hefdi getad haft. Madr leggur sig eptir ýmsu sem aldreí kemur ad lidi en lokar sýnonum fyrir því er verndad gæti heílsu og sælu mans. Ad ödruleýti lídr mér vel, ég vildi svo fegin getad goldid þad og strax ad annars vellídan, en þad ætlar ad verda lítid úr. Vel fellr mér vid Hildi og vænti mér og óska af henni, bara hún gæti fest yndi, hún er nú saman vid gódar og skemtil. stúlkur, svosem Kristr. og Stínu Gudmundsdóttur

saudfé er ekki margt og fremur til notalegheíta en búinu til styrks kírnar lukkast allvel og fjölga nú brádum, Kvígur sem eiga ad bera mörg háttsemi hér vid sjóinn þikir mér ekki vid feldin, svo sem hin mikla smjörbríkun, en vaninn er ríkur og fólk gáir þess sem þad kynni ad missa fremur hinu sem vid yrdi bætt. Hildur skrifa þér og Gr. Jóni svo ég ætla ad vera fáord, forláttu bezta Solveg og taktu þér ekki nærri þó dauflegt sé; berdu hjartans kvedju mági m og börnönum og því er eg þekki af fólkinu og Manni Gislad. Gud blessi þig og gefi alla goda hluti eg er þín, þó lítid verdi kannske um skriftir eda fríndi, elsk. Bína

Leídar þikja mér greínirnar í Nordanf. vildi ég Jón mágur mannskemdi sig ei á ad sinna séra Arnljóti.

Björn held ég verdi hjá okkur í sumar; hún æfir sig dálítid á Dönsku hjá mér og ég hvet hann til ad lesa med sjálfri sér, og þó henni þiki ekki ef til vill, skemtil. sumt sem hún hefir ad gjöra, vona ég hún geti haft gott af því med tímanum. Eg kvídi fyrir ad missa Kristrúnu, hún er svo væn, og nú ordin húsvön, Lítill held ég þér þætti húskapur minn þjónusta á Sjómönnonum er svo fjaskal. og innil. stúlkur vanastar vid ad slægja fisk. Margt sem má tilheýrir vildi ég hafa í betra lagi ef dagurinn væri meíri. Mikill ættsemi er ég, þegar ég huxa til módr okkar og þín og fl. Veturinn hefir verid frábærl. gódur, nordlensku stúlkurnar Kr. og Hildur eru undrandi yfir mun á vedrinu hér og þar, en vidlítill hefir hann verid af sjónum þangad til nú. 2 áttæringar eru hédan í Veru, verdum vid fegin medan þeír, 14 sem á þeim ad eru eígi heíma. Selum skepnan lídr hér vel, en kládinn er í nágrenninu.

Myndir:12