Nafn skrár: | JakJon-1875-03-22 |
Dagsetning: | A-1875-03-22 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessastödum, 22 marz 1875. Hjartkæra systir mín! Aldreí hefir lidid svona langt milli þess ad vid höfum skrifast á sídan vid skildum í Reikjahlíd og þad er mér ad kenna, enda fæ ég þad nú borgad med því ad fá aldrei nákvæmar fréttir af þér og þínu fólki, svo mér er eins kært og vidkvæmt ad huxa til þó ekki sjáist merki þess. Eg hef samt altaf frétt af þér bædi þegar ég hef fundid mág minn og úr bréfum Frídu minnar á Grenjadastad Eg var svo hrædd í fyrra og sumar þegar ég heírdi um öll veíkindin sem yfir ykkur dundi ad ég kveíd fyrir hverri frétt ad nordan, en Gud hefir snúid því öllu til betra vegar. x Skelfing hefir þú tekid út elskul. systir, bædi ad hafa uppá þína og svo ad þjást sjálf. Mér var líka sagt ad madurinn þinn hefdi verid lasinn Þó ég sa mág minn á Þingvöllum í sumar gat ég valla vid hann talad; hann átti svo annríkt og allt var þar á ferd og flugi en ég spurdi Björn Þorláksson sem beíd hér vígslunnar ad öllu mögulegu. Þú serd nú ad ég hef lifad á madum í stadinn fyrir ad fá þín ástúdlegu bréf einsog ádur. Mikill munur hefir verid ad frétta um hina fágætu gódu tíd ad nordan eda undanfarin ár, en þó eru eldgosin svo altaf er eítthvad sem manni líkar ekki og svo fjárkládinn hér sidra. Þetta gos í Hjaltabú hefir mikid ad gjöra núna ad fást um þessa eldgýga; hinn hefdi víst gjarnan viljad vera kominn nordur, og fleirí halda ad gaman sé ad sjá þad. Ekki kemur póstskipid þó menn horfi vonaraugum; ég hef heýrt ad póstur ætti lítid ad bída framyfir sínu tiltekna tíma, en þá verdur eflaust sendr anna póstur á aptur. Ekkert skip hefir komid med bréf í vetur einsog opt á undan Mikid lét Tómas frændi vel af Kristjáni ykkar í haust. Máske þid egid nú von á þeim fögnudi ad sjá hann i vor. T. hélt hann væri færi um ad ljúka sér af hvernær sem vildi. í vor hélt ég ad ekkert siztkina m. þyrdi ad trúa mér fyrir barni sínu. Ekki verdur hún lengur á Bægisá heldur fer til B. br. eins; þad var nú eínmitt þad sem ég vildi ad hún hefdi bedid eptir hér. Hún hefir ekki skaplyndi úr okkar ætt, og kannske meíri huxun um sjálfa sig en vid og okkar frændur. ekki trúi eg ödru en ad hún hafi fulteins mikid ad gjöra á Bægisá og hjá mér, þar sem svo margt er um ad vera. Eg hef fengid í vor ed var- dugl og þæga stúlku systurdóttir Bjarna sál rektors, sem hjálpar mér vid rádsmenskuna og fellur mér mikid vel vid hana, hún hefir bædi verid í sveít og á gódum stödum í Reikjavík. Vid höfdum hér Englending í koti um 2 mánudi í haust; hann var svo ákafur ad fá ad vera hér likl. vegna húsrýmis, en fór til Hafnar med sídasta skipi. Eg bad Dr. Rosenberg sem hér kom í sumar ad bera Kristjáni kvedju núna, og hefir Nú er ég búin ad brjóta þögnina, en þad er fremur til ad fá fréttir af ykkur sem mér er svo ant um en segja frá þeím sjálf. Vid hjónin bidjum hjartanl ad heílsa manni þínum og börnum, og fl. gódkunningjum; ég skrifa ekki mörgum. Sjálfa þig kved ég kærum systurkossi! Eg gleými aldrei hvörja ást og rækt þú lagdir vid mig á mínum ynstu árum! Þín ætíd elskandi Jakóbína. Ekkert get ég sagt sögulegt af mér eda mínu heímili, enda er nú ekki allt sem er sögul. svo geti. Búskapurinn gengur bærilega kindurnar verda nú likl, snema í sumar þó þær séu kládalausar og afskektar eins og á eý. Hjaltalín hefir verid ad gráta yfir Grími m. sem fortöpudum syni, því hann var hræddur um ad Gr. hneigdist heldur ad meiningu Nordlendinga í þessu efni. Madurinn m. er altaf eins frískur gladur og gódur, hann situr altaf heíma á veturnar, en þad verdur eflaust minna í sumar, og ef mikid verdur ad starfa á Þingi þá er ég hrædd um ad hann geti valla komid á kvöldin eins og hann hefir gert. En hvad er þad hjá þeirri útivist sem mágur m. hefir? ég hef opt kennt í brjóstum þig og þitt heímili ad vera svo lengi án hans. Gaman væri ad sjá eítthvert af börnum ykkar med födur sinum í sumar ef madur lifdi þad! eg hef löngum huxad um og óskad ad eítthvert þeírra mætti vera hjá mér, en vesöldin sem ekki vill vid mig skilja, hefir dregid allann dug og hug úr mér; eg vildi ekki nærra nema frá seínni og geta sje ad engu dugad. Madurinn m, var eínhverntíma ad tala um þetta vid manninn þinn, þegar Hildur fór frá mér |