Nafn skrár: | JakJon-1879-01-29 |
Dagsetning: | A-1879-01-29 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessast. 29. jan. 1879. Elskulega bezra systir, Hjartanlega þakka ég þitt ástúdlega bréf, sem ég fekk fyrir 2 Miklar hörmungar hafa dunid yfir vída u land þetta sídasta haust; ég kveid fyrir fréttonum med pósti í nóvember enda vard mér ad því. Samt heýrist mér nú ad skadar hafi ekki ordid eins stórfeldir í Nordurlandi og fyrst var getid til, nema hjá ykkur og svo hefir nú bæzr á sótt og daudi bródur okkar sáluga, sem ég get nærri ad tekid hafi á ykkur hónin, auk alls þess ustangs og vandræda sem af því hefir flotid. Eg kann betur vid ad hafa fengid ad vita um vidskilnad hans og kringum stædur þó þad sé harmasaga; sumt af þvi sem þú segir var mér alveg ókunnugt svo sem um þessi óskilgetnu börn en mótlætid med konu hans hafdi ég heýrt. Vid vorum altaf lítid kunnug; Bjarni sál. og ég; ég man mjög óglöggt eptir þegar hann fór í burtu og giptist, nema ad módur minni var þad á móti skapi, og heírdi eg hann Gud gæfi ad þessi tilraun ykkar med Þurídi hafdi gódann árangur; ad minsta kosti fridar þad samvizkuna ad hafa gjört allt sem unt er til ad bæta úr og lagfæra þvílík meín. Þó ég standi lengra frá má ég ekki ógrátandi huxa til þessa mikla heilsubresti henna; eg man vel eptir hvad hún var indælt barn, þegar ég fór austur 1867, en ég sá hana ekki þegar ég kom seínast til þín 1870. Þad er mikil gledi fyrir ykur ad Sigurdur og Kristján eru komnir í góda stödu, svo ungir sýnir þad ad þid hafid ekki sparad ad leggja fram og Gud og gæfur verid med. Pjetur og Jón eru nú ordnir þér adstod á heimilinu þegar fadir þeírra er ekki heíma, en hefirdu nokkra góda og holla stúlku, sem þú getur reitt þig á? Rebekka er svo úng; eg hef heýrt ad hún væri heílsubetri núna. Þid hafid ekkert ad þakka Kristjáns vegna, ég hef ekkert gert fyrir hann né adra; mér þikir gaman ad sjá hann hér og vildi þad væri optar. X opt minnast á ordastrídi sitt vid brædur Kristrúnar, Björn og séra Jón, útaf því; henni var aldreí um þá brædur né födur þeírr. Eg huxadi ad Bjarni sál. hefdi safnad dálitlu meira en ég heýri nú, því hann hefur víst lifad sparara en önnur sistkinin, eptir því sem sagt var, og þó ekki hlíft sér, en þad hefur lífid dugad, eda geingid upp aptur á seínni árum; eptir ad þettad álag komst á. Þeir endast ekki vel brædur okkar, enda hafi þeir tekid snemma til vinnu og lagt ad sér, þó erfitt hafi geingid fyrir þeím ad hafa ofanaf fyrir sér og sínum. Þad hefir altaf komid þyngst nidur á manni þínum ad ráda úr vandrædum, eptir brædur okkar sem fallnir eru frá, og hafid þid þó haft nóg á ykkar könnu ádur; ég hef opt fundid til þess og ad þad væri ekki rétt af hinum sistkinönum, sem nokkud geta. Eg ætla nú ad reýna ad vaka X Hann kom hér sídast gangandi yfir Skerjafjörd 4 jan. Þá fór ad hlína svo ófært var á sjó og landi og var hann hér i kynni ad gera þad ef Kristján óskadi þess. Í Hafnarfirdi held ég ekki væri mikid skemtilegra enn hér; ég ætla ad stinga uppá þessu vid Kristján þegar ég sé hann næst. Eg vona ad þau blessud umskiptir sem urdu á tídinni rétt eptir nýár hafi nád til um allt land, mönnum og skepnum til bjargar, frostin um jólin voru fjaskaleg en altaf logn og lítill snjór, jörd hefir altaf verid hér aud nema adeins 3 vikur um þad leýti en óhall hefir hún verid skepnum. Sáttir prófastsins okkar Elisabeth er nú trúlofud þorst. Egilsson, hefir þad lengi í hámælum verid; hrædd er ég um ad séra Þór. hafi ekki gedjast þad vel, þó hann hafi ordid ad láta þad eptir, því heldur hefir slettst uppá fyrir Þordr. -einsog manni þínum er kunnugt,- og hann er í engri stödu. Eg var í brúdkaupi Magnúsar assessors og Elinar Thorsteins Grímur minn, Þurídur og Bína bidja ad heýlsa þér. Mikid kann ég vel vid Bínu greýid; hún er nú inní Reýkjavík ad sauma sér föt.
í haust, sem Sigudur Melsted hélt med mikilli rausu. Ef vid lifum til sumars vildi eg mega bidja þig um ull, skal eg seinna taka til hvad mikid; þad var liklegt ad annad hvert okkar hjóna gæti skrifad ykkur um þad í vor sem leíd, þú mátt ekki halda ad ég kenni Kristjáni um þad, sem ekki var bedinn þess fyrri enn í ótíma. Af sjálfu mér ekkert nýtt eda merkilegt ad segja; heílsan er altaf tæp, enn ég hef einhvernveginn vanist því og er ekki eins hrædd og fyrst eptir ad hún biladi en líka altaf von minni ad hún muni nokkurntíma lagast. Þegar ég huxa til Jakóbína. |