Nafn skrár:JakJon-1879-11-29
Dagsetning:A-1879-11-29
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaStödum, 29 nóv. 79.

Elskulega systir

Gudi sé lof, vid fengum vídast ad gódar frjéttir med sídustu póstum, og þú getur nú glatt þig vid þigd Sama af sonum þínum og okkur. Þeir skrifa nú sjálfir, svo ég hef litlu vid ad bæta. Þorlákur er altaf eins kátur og frískur, hann er gódur ad taka lýsi, sem vid látum hann brúka um tíma. Nú er hann farinn ad tala um jólin og búinn ad brjóta nidr 1200 glerbrot í Pukkid, vildi ég óska ad allt yrdi eins vel undirbúid um jólin. Þú ætti ekki ad kæra þig um ad senda Kristjáni sokka í

í vetur, því þad er svo dírt ad láta póstann flitja byggla ég skal reýna ad sjá um ad hann vanti þá ekki. Mér þótti leídinlegt ad sídustu bréf frá okkur voru eigi komin til skila þegar þid skrifudud, vona ég samt ad þau hafi egi misfarist. Bréf Láka er nú lakar skrifad en bókin hans, svo fer nú stundum þegar á ad vanda sig; hann er heldur laus vid bókina en gegninn og audsveipur. Bedrid er nú altaf freístandi til ad vera úti og likhaminn hefir gott af hreífingu; ég vona ad hann noti tímann nokkurnveginn, og til þess langar mig.

Fiskirí hefir mátt kalla gott í haust, og er þad mikill munur eda ad undanförnu.

Eg ætla ad bidja þig ad bera ástar kvedju mína manni þínum og bærnum og frændum. SJálf ertú hjartanlegast kvödd af þinni elskandi systir

Jakóbínu

Myndir:12