Nafn skrár:JakJon-1880-05-08
Dagsetning:A-1880-05-08
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastödum, 8 maí 1880.

Elskulega systir mín.

Ástar þakkir fyrir bréf þitt af 14 apríl. Gudi sé lof ad allt er heldur gott ad frétta frá ykkur og hid sömu get ég sagt hédan. Synir þínir heílir á hófi og vid hjónin og hitt fólkid. Þad verdr nú stutt og lítid sem ég skrifa því ég hélt ad 2 dagar væru til stefnu, en nú í kveld heíri ég ad bréfin á ad senda í fyrramálid. Eg veít ekki hvort Láki getur skrifad í þetta sinn þarad ég gádi ekki ad ad láta hann birja fyrri; hann er altaf eins frískur, en er nú ordinn heldur laus vid bókina, þessa viskuna höfum vid verid laus vid heímilid

fyrst vid jardarför Jóns sál. Sigurdsonar á þridjudaginn, þarf ég ekki ad segja frá hvernig þad gekk til, því ég býst vid ad blödin hljódi nú eigi um annad, enda fór hún vel fram en vedur var heldur hryssingslegt. Láki var med þó eigi fengi hann ad fara í Kirkju heldur enn önnur börn, lét hann sér nægja ad vera á götunni med Gudmundi litla Sveinbjörnsen. Ekki tekég þad nema vel ad þú metur mest vitnisburd Gríms um Láka; þad þikir mér líka mest í varid ad þeím kemur svo vel saman, og vona ég þad haldist.

Satt segir þú þad ad gremjulegt er ad vita til hvernig þeir frændr Sr Jóni og Sr Stefán hafa verid gódu pundi, ég hafdi þó óánægju ad heíra sögurnar af þeim um tíma, medan þeir voru í Rv. eptir

eg reýna ad láta þorlák litla hafa til bréf. Rebekka þín skrifar Láki og Bínu, já og Kristjáni, og lætur vel yfir sér á Eskifirdi. Grímur m. bidur kærlega ad heílsa ykkur hjónum og Kristján er ad skrifa af sér.

Ykkur hjón og börn kvedur hjartanlega þín elskandi systir

Jakóbína.

Eg bid kærl. ad heílsa þeím, sem þú kannt ad sjá af frændum okkar. Forláttu hvad þetta bréf er flausturlegt.

Einstaklega voru Kisturnar Jóns sál. og Konu hans fallega og hátídlegt ad sjá þær verda samferda, þad er svo sjaldgæft ad fá ad deýa þegar madur vill eins og hún. þessar hendingar þikja mér fallegastar; öllum Söngvrunum: "Hvíl vid hans hlid, sjá allt vard eítt æfin, daudinn og leídid."

ad ég kom hingad, en hvorugur þeirra vildi nokkurntíma koma á mitt heímili. Ekki er Sr Stefán búinn ad fá Þoroddstad svo ég viti, mun Stiftsyfirvöldum þikja þetta undarlegt óstöduglyndi. Hamingja gæfi ad aldar hátturinn bríttist eítthvad til hins betra í þessu efni.

Ullin frá í fyrra bad ég strax í vetur Grím og Kristján ad láta koma í reikninga milli sín og Grímur Kristján borgadi svo aptur födur sínum, vona ég þad sé komid í kring, þó kannske seínna enn vera átti. Þakklátlega þigg ég ad þú huxir til mín med sosem 20 pund þó mér þiki slæmt ad auka þér þad umstang; ógnarlega er altaf margt í kringum þig, og þad þegar þú ert sjálf hætt ad bæta vid. Med Arcturari vil

Myndir:12