Nafn skrár: | JakJon-1880-05-09 |
Dagsetning: | A-1880-05-09 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessast. 9. maí, 1880. Kæri vi og mágur! Þorlákur er nú seínn til ad skrifa af því hann hefir ekki tekid á penna nokkra daga svo hann kom adeins af einu bréfi, en sendimadur í póstinn ad fara. Ekkert hefi ég heýrt Kristján minnast á ad hann ætladi nordur í sumar, einsog mér heírist á bréfi þinu til Láka, þessvegna get ég ekkert svarad uppí þad sem þú stingur uppá vid Þorlák, nema þad ad ekki væri ég óhrædd eda áhiggjulaus ad láta hann fara med Kristjáni. þó þad megi nú kalla ad vel hafi geingid þennann tíma sídan hann kom til, þá er ekki fyrir ad synja ad heldur hefir sókt í þad sömu eínstöku sinnum í vor, sem stafar af þessum mörgu ferdum í Rv. útaf Jóni ritara og fleiri. Eg byzt nú vid ad Kristján skrifa þér eítthvad um þá breiting á rádi hans, sem ég held ad sé í vændum, en hefir ekki verid látid upp skált enn, og ég ekki spurt hann ad. Hann hefir aldreí minst á veru sína hér, hvad hún yrdi löng eda skömm, en hún verdur valla löng ef þad er satt sem mig grunar ad hann sé nú trúlofadur Gunnu dóttir séra Þórarins prófasts okkar. med honum slepti eg ó hrædda ö Þorláki. þú mátt nú ekki segja Kristjáni mín ord, og stinga öllu þessu undir stól sem ég skrifa. Nú fjölga ferdirnar og med þeím mælti tala meíra um þetta; ég ætti ekki ad gleýma því ad þid hafid léd mér Þorlák. Forláttu rispid huxad og skrifad í flýtir og vertu kærast kvaddur af Þinni einl magkonu Jakobínu. |