Nafn skrár:JakJon-1880-08-24
Dagsetning:A-1880-08-24
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastödum, 24 ág. 80.

Elskulega systir mín,

Í dag höldum vid afmæli þorláks litla, þóad hvorugt okkar muni fyrir vist hvort þad er þann 24 eda 27 þ.m. en hann vildi heldur taka þad fyrra; þú gjörir svo vel ad láta okkur vita þad rétta. Eg ætla nú ad heílsa uppá þig og óska þér til lukku med ad Þorlakur og Kristjan eru heílir og frískir og óska ég hins sama þér og þínum heíma. Þegar Phönir sidast kom 14. þ.m. fekk hvorki Kristján eda vid neýtt bréf frá ykkur eda nokkrum vid Vatnid en nú mun póstur líka vera á ferdinni. Séra Björn í Laufási kom hér ígær

vissi hann ekki nema gód tídindi ad segja nordanad. Altad viku lidinni var hér indælasta tid, hyrdtinn vid þá eínmitt og þar med allann heýskapinn ad kalla má, sem var í bezta lagi, um 500 hesta.

Landfógelinn var mjög ánægdur yfir nordur ferd sinni; sérstaklega lét hann vel yfir ad heí sækja Pjetur bródir okkar; sumir búast nefnil. ekki vid ad þad sé gott, eptir þeím óhródri sem þeir Lork og Burtan breiddu út um hann. Kristján situr heíma núna og er ad keppast vid med Torfa, hann gerir miklar skorpur altaf, einsog fadir hans mun þekkja til. Ekki gerir hann rád fyrir ad fara hédan fyrri enn seint í Oktrober.

Næstlidinn Sunnud. voru vígdir 5 prestar, en enginn samt ad Mývatni; er ekki séra Stefán hjá ykkur til vorsins? Þad væri liklegt ad Óreglu prestar tækju sér til áminningar hvernig tekid hefir verid ofaní vid Sigurgeir Jakobsson.

Synir þínir munu bæta upp þó ég skrifi stutt og lítid. Med ástarkvedju til manns þíns og barni kved ég ykkur og óska allrar blessunar.

Þín mynnug elsk. systir

Jakobína.

27. Nú er sunnanaftanstormur med rigning. Þá vona ég ad gott sé hjá ykkur.

Myndir:12