Nafn skrár:JakJon-1880-11-28
Dagsetning:A-1880-11-28
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastöðum 28 nóv. 1880

Elskulega systir mín.

Við Þorlákur erum orðin heldur leið yfir bréfaleýsi nú í langann tíma; ég fekk ekki eítt eínast í þettað sinn hvorki að norðan né að austan; hamingjan gefi góðar fréttir þegar þær koma, það er mest vert. Þorlákur er nú búinn að týna eítthvað til í bréf systkina sinna, verið hetur að þeím yngri þiki lítið til koma að þeim er skamtað sama en ég hélt það væri þó skárra en ekki, en hann átti að passa það sem honum var sett fyrir í skólanum og svo þarf nú að létta sér uppá milli, hann hefir verið talsvert kappsamari síðan þessi skóli kom en í fyrra, en í sumar þarf hann ekki að vera með, t.a.m. lestri og let ég hann þá

lesa annað; kennarinn segir honum líka dálítið til auknýtis. Ekki hefir Láki fengið nema að kenning af Kighósta þeím sem hér hefir geingið í haust og mörg börn hafa ordid slæm af; ég hélt losnar um tíma aðeins nokkurnvegin inni svo nú er hann farin, ég hef honum nú lýsi og þvæ hann stundum úr sjó, til að fyrir byggja Kirtlaveíki, það segir Tómas að sé hið bezta mót henni, en það er ekki svo meint að nokkur beri á henni í Þorláki því hann er altaf eíns frískur.

Mikið óskaði ég að þið hjón væruð komin ad Görðum 22 okt. í bruðkaup Kristjáns, en það kom nú fyrir lítið einsog vant er; margur mintist ykkar samt um kveldið. Landfógetinn mætti fyrir minni brúðhjónanna en Sr Hallgr. fyrir minni foreldra Kristjans og Gr. m. fyrir minni hjónanna í Görðum eptir beiðni Kristjáns. Veízla var ágæt og allir glaði, brúðhjónin mikið ánægjuleg og Kristján sérlega nettur. Skömmu síðar drógum við út að heílsa uppá ungu hjónin á þeirra egin heímili, leízt mér þar vel á, herbergi

29. áðan fekk Láki bréf frá Kristjönu og Möllu og glaðnaði heldur yfir honum. Guði sé lof að ykkur líður heldur vel, eptir því sem mér skilst á þeím bréfum, en bágt er það að Kristj. litla er svo heilsutæp. Hvað baggar henni eginlega?

Húsfrú Solveig Jónsdóttir

Gautlöndum

góð og vel uppdubbuð nema kannske nokkuð köld og eldiviðar frek og húsbúnaður prýðis fallegur. Kristján fór frá okkur 21 okt. eptir rétta 13 man. og er ég nú glöð yfir að hugur hans stendur með meiri blóma en áður enn hann kom hingað. Einusinni hafa þau heimsókt okkur og voru hér þá dagstund, glöð og kát.

Við hin lifum við þetta sama; Tíðin hefir mátt heíta góð, þó koma óvanalega mikil frost í miðjum mánuðinum, og er ég hrædd um að þú hafi verið hart hjá ykkur, en ég vona að allar skepnur hafi verið búið að taka til hirðingar svo ekki hafi orðið tjón að, sem ég bið Guð að gefa, forda fúsi og slysum; það er helzt til mikið opt af þeim hér við sjóinn. Fréttir man ég engar, enda er nú óþurfari að skrifa þær á þessari blaðaöld. Láki er að stagla í Landafræði við vorðið hjá mér, og ég man ekki meíra að skrifa. Eg óska ykkur hjonum og börnum og öllum vinum mínum gleðilegra jóla og allrar blessunar í bráð og lengd.

Þín elskandi systir meðan torir

Jakobína.

Myndir:12