Nafn skrár: | JakJon-1881-11-30 |
Dagsetning: | A-1881-11-30 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessastöðum, 30 nóv 1881 Eslkulega bezta systir! Ástar þakkir fyrir béf þitt frá 24 f.m. Gleður mig hjartanlega að vita ykkur líði vel, þó mörg og viðkvæm hafi verid Krass mina í haust, en sumt af því fólki mun safnast undir vængi heímilins aptur, þó það verði kannske stipult eins og flest í heíminum. Eg hefi fengið ýmsu Jabspósta í haust og verð því fegnar fréttum þaðan sem ekkert á bjátar. Margur grætur, sem verðugt er okkar elskulega mágkonu Kristrúnu og ein er ég af þeím, svo ástuðleg og velviljað var hún mér alla þá stund sem við vorum saman, uppfrá og móður okkar, ég má segja beggja frellu okkar. Mikið kenni ég í brjóstum Þuríði Hallgrímsd að vera handlama þó kringumstæður hennar séu góðar að öðruleýti þá er ekkert á við heilsuna og þetta sár á Olboganum kvað lýta illa út. Af því sem ég hefi nýlega frétt af mínu fólki, tók mig þó sárast að heíra að Hólmfríður Pjetursdóttir var orðin ekkja, ég var svo glöð yfir hlutskipti hennar, því eptir því sem ég heýrði var Björn sál góður og nýtur maður; Fríða var að minni meining einstakl. vel upplögd, hreínsskilin og sannleikselskandi hófsöm og yðjusöm, og kunni flestum ungum stúlkum betur sem ég hef þekkt að míða sér stakk eptir vexti, þó hún væri uppalin við pregtir og áhóf; en það verður opt í búskapnum að laga sig eptir sveítarsið, en setja til síðu það sem manni finst full vel fara mega sjálfum. Barn veslings Hólmfr. gæti hallið við bú, svo ekki þyrfti að dreýta frá henni börnönum svona ungum. ó hætt er, enda er Gott að sánsa hann þó hann fái ekki allt, sem hann langar til. Guð veít hvað ég fæ að fylgja honum langt á leíð! Ekki er búið að skíra sonardóttir þína á Flensborg, það var um tíma beðið eptir barni Elísabethar systir Gunu, en nú er það fædt og báðar systurnar frískar, það er skemtilegt fyrir þær systur að búa rétt að segja saman, og svo undir handarjaðri foreldrum, enda lifir það fólk mikið saman. Eg get glatt þig með því að Kristján er meíri og meíri reglumaður. Ekki kemur póstskip, og eru nú 8a dagar liðnir síðan þess var var; stormasamt hefur reýndar verið, en ekkert voðaveður, og yfirhöfuð má segja að tíð sé ágæt. Heilsaðu nú frændum mínum sem þú hittir, helzt Petri. Sjálfa þig með manni og börnum kveð ég kærlegast og á að skila kveðju frá mínum manni. Þín jafnan elsk systir Jakobína. Láki hefur beðið Stjönu að skila kveðjum frá sér, það geri jeg líka, hann nær um með Grammatikina og les hálfhítt. Láki okkar er búinn að skrifa eitt bréf heím Kristjönu systir sinni og svo þeím Jóni og Steingrími Honum líður vel, altaf eins frískur, guði sé lof! VIð létum hann byrja á latínu í haust, sem ég bið Guð að láta honum að góðu verða Jónas kennir honum með eptirliti mannsins m. og skilar hann nú á kveðnum Lexium daglega, nema ef eítthvað sérlegt fyrirfellur, hann les undir hjá mér það, sem ég skil og enda hitt, og sitjum við sitt í hverjum lafa enda optast á kvöldvökunum; ég vona að hann brúki tímann bærilega, hvað sem nú verður ágeingt. Hverjum manni er hann hugþekkur einsog hann hefur altaf, og léttir sér nú upp með að glíma við drengina í skólanum, og er ekki hræddur við 14 vetra stráka. Vilji hans og ytni við lærdóminn finst mér svona í góðu meðallagi, hvorki mjög fús, né mjög latur. Lítis finst mér hann hafa breýzt síðan hann kom, og eptir ykkur öllum og heímilinu man hann altaf einsvel; við tölum opt um það, ég held hann segi mér allann sinn vilja; ég vona að ég láti ekki eptir honum, nema það sem |