Nafn skrár: | JakJon-1882-05-08 |
Dagsetning: | A-1882-05-08 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
BessaSt. 8 maí, 1882. Elskul. bezta systir, Þitt góða bréf af 14 f.m. meðtekið í fyrrakvöld þakka ég kærl. Póstur kom seínt og fótgangandi að sagt er, "Töskuna sína bar hann." því hart var um fóður handa hestum, og á hann að fara aptur hið bráðasta. svo lítill tími er til bréfaskripta. Láki er frískur og glaður og okkur líður yfirhöfuð við þettað gamla Kallt er sumarið og þá mun það ekki mildara hjá ykkur, þarsem líklega hefur verið hrið með þessum v eigi heldur joð er því óvanal. þeir og alveg gróðurlaus. Ástandið er hið vesta víða sunnanlands; ég vona okkur skepnur, sem ekki eru margar, tóri af, með því að gefa kúnum altaf Mais með heýpírningi. Allir telja víst að hafís muni kominn að landinu, Ekki veít ég, elsku systir, hvað ég á að segja um það. sem þú telur mest um í bréfi þin, nefnil. að Þuríður þín fari til Kristjáns bróður síns. Eg veít ekki betur en þar sé mikið góður heímilishagur, einsog ég mun hafa minst á í síðasta í því ef til þess kæmi. Mér þikir leítt ef ég hef orðið til að hreífa við þessu umtali með því ég vissi að Láki mintist á það í bréfi til Þuríðar í vetur, en ég verð að af saka mig með því að maður þinn sagðimér frá því í fyrra sumar, sem afgerðu skildist mér, og líka heýrði ég það utan að mér. Nú er mikið talað um 2 august, sem hindra kunni ferðalög í sumar; Grímur m Þorlákur og eg kveðjum ykr hjón og börn á Gautlöndum ástar kveðju og felum Guði menn og skepnur. Forláttu þetta flaustur þinni elskandi systir Jakobína. móðir hennar, fjörug og átrauð að leggja talsvert á sig fyrir aðra, eptir því sem ég hef heýrt og litid til, þó ekki sé ég nákunnug; hún hefir enga stúlku, sem vel kann að ganga um híbýli eða heím, eða sem gæti þegar á liggur geingið í hennar spor, og þætti mér |