Nafn skrár:JakJon-1882-06-10
Dagsetning:A-1882-06-10
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessast. 10 júní, 1882.

Elskulega góða systir,

Þó mjög óvíst þiki hvort bréf muni nú komast norður sökum hinna vondu frétta af ísnum, vil ég samt reýna að senda þér kveðju með "Waldemar" svo þú vitir að Láka þínum lídur vel, og okkur við þettað gamla. Mislinganir vofa nú yfir, en ég vona þeir verði ekki mjög hræðilegir, þegar menn hafa farið vel með sig, verið vel klæddir og ekki votir í fætur, hafi ég séð um að fylgja því með Láka, þeír kvað enn sem komið er, hafa lagst léttan á börn en fullorðna. Í Reýkjavík láu í fyrradag 800, en það er nú ekkert hjá því þar sem 20-40 sjómenn -með heímafólki-

sumstaðar á vondum Kjallloptum, enda fá menn sem vasbað hafa haft uppúr þeím lungnabolgu. Að minstakosti verður mikill vinnuhnekkir að þessum mislingum og margt óþægilegt þó maður sleppi bærilega við þá. Eg man ekki hvort þeír geingu hjá ykkur fyrir 13 árum þegar þeír fóru um á Austfjörðum; liklega þarf nú ekki að efa að þeír fóru yfir allt land. Hér eru 2 lagstir, vinnumaður og vinnukona en Láki, sem sagt, frískur enn, ég þori samt ekkert að láta hann fara eða fara sjálf, því þeir geta komið á hvörri stundu, hann segir að ég verði að kunna nógar sögur til að seigja sér, ef hann eigi að falla í rúminu.

Hjá Kristjáni syni þínum líður

Hjaltalín gamli dó snögglega í fyrrinótt. Jónasson er í Höfn að rífast við Siherbekk um landlæknisembættið. 13a bæir eru í eýði á Rangasv. og Landi, víða stráfallið í Rangasv og Borgarfjarðars. og víðar. Fiskirí heldur gott en nú verður ekki róið fyrir Misklingum. Norðanpóstur var ekki kominn í gær.

vel það ég til veít.

Kallt er vorið drottinn minn, og skepnuhöld óttaleg hér sunnanlands, því ekki hafa veðrin verið mildust fyrir norðan, en það dugar ekki annað en fela það Guði.

Eg bið hjartanlega að heílsa frændum og vinum, bið þig að falsta seðilinn, sem ég kemst ekki til að hafa lengra og kveð ykkur hjón og börn hjartlegast og skila kveðju frá Grími.

Ykkar elskandi systir

Jakobína.

Ástarkveðja til Pabba Mömmu og systskinanna. Frá ykkar elskandi Þorláki Jónssyni sem er nýkominn á fætur, með stýrur í augunum.

Myndir:12