Nafn skrár:AdaBja-1879-05-04
Dagsetning:A-1879-05-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Davenport 4 Maí 1879

Elskulegi góði bróðir

hjartanlega þakka jeg þjer fyrir þitt elskulega brjef af þeim 2 Marts sem gladdi jeg meðtók þann 19da Apríl. Mjer fynnst nú að jeg vera æði þunnur fyrir þar sem jeg á að fara borga það það eina sem jeg get sagt þjer er að mjer líður vel bæði til sálar og líkkama lof sje góðum Guði jeg er nú hjer hjá Presti mínum enn þá en hvað lengi jeg verð hjá honum veit jeg ekki kaupið er nú reindar ekki svo mikið jeg get ekki sagt þjer hvað það er glögglega. það er nú fyrst og fremst fæði og og svo klæði og svo skæði þá er það nú

upp talið nema smámökkur sem ekki eru setjanadi í brjef Jeg fjekk brjef frá Lárusi svo sem fyrir mánuði liðnum og segist hann muni senda mjer farbrjef innan lítils tíma það er nú hálfur mánuður syðan jeg sendi honum brjefið sem fe hann fje fjekk að heimann og skrifaði jeg honum með því og beiddi hann að láta mig vita hvunær hann hjeldi að hann gæti sent mjer farbrjefið jeg vonast nú eptir brjefi frá honum á morgun og kannskje tikkitinu og þá er nú betra að hafa uppá sjer skóna.

En ef jeg skildi nú ekki fá neirn styrk frá Lárusi atla jeg að vera kjur hjá

karlinum í Sumar og byst jeg við að fá 6 dollara á Mán og öll slit föt skó og svo ní spariföt því gráu fötin eru nú orðin heldur lítil sjerdeilis bugsurnar og vestið segðu Guðlaugu að ifirfrakkin sje komin uppundir únliðiin jeg atla að segja þjer upphæð á kaupgjaldi vinnufólks hjer í kríng eptir því sem jeg veit best vinnumanns kaup frá 8 til 16 dollara það er að segja um Sumartíman 0 vinnukona frá 4 til 8 dollara og únglingsdreingur frá 3 til 7 dollara. þettað er nú allt ekki svo stórkostlegt og vildi jeg fegin vera frá því öllu og það er sem jeg vona í

í sýðustu lög að bráðum verði

Þú biður mig að segja þjer skrifa þjer dálytið af Ensku og segja þjer um Skólann minn í vetur en því er ver og miður allur Skólin minn fór í hundana með fullu og öllu Skolakennarin og húsbóndi minn börðu því við að jeg væri ekki fulltalandi og hefði ekki eins mikið gott af því eins og til dæmis næsta vetur en meiningin var að karlin mætti ekki missa mig frá snúningum heima

En nú verður ekki hæt að berja svoddan einu við næsta vetur þó jeg irði kjir því nú gjet jeg nefnt Jerúsalem með öllum stöfum þó jeg

geti ekki lesið það ennþá en Dagur á eptir degi fer dregur upp ljól þá margra tegur, ef Vetur sleppur annar er, sen innra mannsins krapt upp vekur. Jeg er nú búin að bollalegga hvurnin jeg atla að hafa það ef jeg innleingist hjer í Canada jeg atla að vera hjer fyrst svo sem 1 eða 2 ár og reina að neisla svo mikla peninga sem jeg get og læra að lesa og skrifa Ensku og koma mjer svo á Búnaðar Skóla jeg held að hann sje ekki dír og annað það að ef mjer geingi ekki sem vest væri það sem jeg lærði betra en

Peningar þegar búið væri Jeg gat ekki ímindað mjer áður en jeg kom hingað hvað þakklátur jeg er við þig elsku bróðir fyrir að þú hjálpaðir mjer hingað já jeg verð víst alldrei þess megnugur að gjöra þjer eða þínum neitt til gagns eða ánæju fyrir að hafa alið mig upp eins og þitt eiið Barn og svo verja þínum veiku kröptum til að koma mjer hingað. Jeg hugsa opt til þess hvað þeir eru lánsamir sem fá tækifæri til að læra að sjá um sig sjálfir í úngdóminum ef maður lærir það ekki þá lærir maður það alldrei jeg er nú einn af þeim sem fá að læra

það, Ameríka er góður Skóli og nógu margreitt til að gjera hvurn einn að manni það er að segja þann sem vill verða það.

Her er nú mikið á ferð í Canada fólk talar ekki um annað enn flytja upp til Manitoba bestu og rígustu bændur flytja sig þangað með allar sýnar skepnur og ifir höfuð ríkir og fátækir fara þangað í stórflokkum landi er útbítt þar gefins. 160 egrum hvurjum sem er 18 ára að aldri þett og þar að auki er það hið besta akurland að sagt er og nógur Skógur. þettað er nú ekki svo óálitlegt eða í

það minnsta gengur það í augun á mjer og jeg held að það verði betra enn að flytja til Nebraska því það er búist við fjaskalegum framförum með kirrahafsbrautinni þar í Manibóba. Jeg er nú ekki að þessu herjans rugli um þettað meira og bið þig að fyrirgefa það og lesa í málið skilaðu hjartkjærri kveðju minni til Guðlaugar og allra barnanna og svo alls fólksins ifir höfuð berðu hjartkæra kveðju mína til Hvolshjónanna og Bjartar og Imbu og til Salbjargar og Helgu litlu og Borgu sistir minnar jeg skrifa þeim seinna

að endingu veri allt þitt hús eilífum Guði á hendur falið mælir þinn elskandi bróðir

ABjarnason

Skrifaðu mjer eitthvað sem þje ust

Myndir:1234