Nafn skrár: | JakJon-1882-09-02 |
Dagsetning: | A-1882-09-02 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bessast. 2 sept. 1882. Elskulega systir, það mun nú vera æðilangt síðan ég hef skrifað, -ég man það ekki,- þó gerði ég það nokkrum sinnum í vor, (hvort sem þau bréf hafa komist til skila), svo þú fengir að vita það, sem þig náttúrlega langaði mest til, nefnil. að Láka þínum líður vel, og okkur við þettað gamla. Að norðan hefi ég ekki séð linu, síðan maðurinn þinn skrifaði Grími 13 júli, er allar fréttir eru í mest móta sorglegar, harðindi og veíkindi, Guð gæfi að þar væri nú bót á orðin; nú er sá eptir þráði Höfuðdagur kominn, og segja fróðir menn að ekki séu dæmi til að úr hafi legið framyfir hann, á því traust leggur "Waldemar" enn einu sinni á stað með bjarg til ykkar. en Eg heímsókti nýlega Kristján son þinn, fekk hann eínmitt meðan ég var þar, bréf frá föður sínum, sem hann las mér kabla úr, um mislingana og ó þur kana, skrifað 16 ág úst. Litlu sonardóttir þín og nafna var mjög hart haldin um tíma í vor, en nú er hún frísk og falleg, svipar dálítið framí Ljósavatnsættina sýnist mér, móeýgð og skuggi í brúnum og hári, en þó ekki svart. Þuríður Sigurg. var hérum bil mánuð hjá Onnu í vor og fóstraði þá litlu. Jón Þorarinsson, sem kom inn í vor er hjá Kristjáni að mestu leýti, -ég held skrifari, og verður líklega Skólameistari í Flensbog í vetur; hann er examenslaus, en fekk styrk í vetur til að ferðast í Þýzkalandi og Englandi, því hann lagði sig eptir málfræði; hann er reglumaður, þó ekki lyki hann sér öðruvísi af. Eg ætla að láta Láka skrifa eínhverjum undanförnu. Eg við hjartanl. að heílsa manni þínum og börnum, og öðrum frændum okkar, sem þú kant að sjá. Þig og þína tel ég Guði og kveð hjartanlega. Þín elskj. systir Jakobína. Illa er skrifað bréf Þorláks, en nú er tíminn of naumur til að bæta um það. Grímur m. biður að heílsa. heím til Guð gefi mér nú betri fréttir af þínu heímili og að norðan en að |