Nafn skrár:JakJon-1882-10-16
Dagsetning:A-1882-10-16
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastöðum 16 okt. 1882

Elskulega góða systir,

Fyrir bréf þitt elskulegt af 4 sept. og óverðskuldann ullarpoka þakka ég hjartanlega. Einhvorntíma í sumar bað ég Grím af nefna Ull eins og undanförum við manninn þinn, en það bréf hefur liklega seínt eða aldreí koið til skila, ég er líka hrædd um þú hafir átt full bágt með þetta, eptir öllum ástæðum.

Þuríði þina er ég búin að sjá; þótti mér vænt um það, hún var hér nokkur nætur eptir að hún var nýkomin og lofaði mér að koma opt; mér gekk talsvert betur að tala við hana enn ég bjóst við, og okkur öllum hér, tel ég þó víst að með manninum

læri maður betur lag á því, hún var glaðleg og kát og heýrðist mér að henni lítast vel á sig, Flensborg. Ekki hefi ég fundið Kristján eða Pinnu síðan, en núna skal ég það sem þú mynnist á í bréfi þínu. Þuríðir er nú sem stendur inní Rv. að finna Guðna læknir, hvatti ég hana til að flýta sér að því, -og reýndi dálítið að búa hana undir að gera sér ekki ofmiklar vonir,- það er sagt að Guðni muni fara héðan bráðum, Tómas og hann vilja ekki skird undir hinum tilvonandi danska landlæknir, en Guðni hefur fengið mikið orð á sig, svo margir sjá optir honum. Fegin vildi ég verða þuriði eítthvað að liði ef ég gæti og hún þyrfti þess með, eg vona að sjá hann opt hjá mér, en sjálf fer ég mjög lítið á veturnar.

sjá, nema þá, sem urðu fyrir sandfokinu í Rangarvallasýslu í fyrra og í Skaptafellssyslu. Mikið Krað var búið að gefa en nú er vandi að skipta því, svo vel sé og tið verði að. Að góðu liði komu þessar ensku gjafir austfirðingum um árið.

Þuríður þín fræddi mig um margt að norðan sem ég var orðin ókunnug, því ég skrifa nú fáum. Hún sagði mér og að Sigurg. br. okkar hefði legið þungt haldinn á heímili ykkar, sem hefur verið á bætir fyrir þig; með Árna á Skútustöðum eða pósti hefi eg ekkert frétt eða dætur hans, en liklegt er að hann hafi ekki þolað mikla lungnabólgu svo lúinn maður; Hann, og þig elskulega systir, og ykkur öll fel ég Guði. Eg bið hjartanl. að heílsa manni þínum og börnum og öðrum frændum, sem þú kant að sjá, og á að skila kveðju frá mínum manni. Þín elsk. systir Jakobína.

Láki okkar er nú búinn að rubba eínnhverju upp á blað handa Stjánu systir sinni; honum líður vel, Guði sé lof meðan svo geingur. Hann situr nú hér í Sofahorninu hjá mér að lesa upp. Eptir mál,. sýnist mér hann hafa tognað talsvert svo að gömlu fötin hans eru orðin ermastutt, Þuríður segir hann sé álíka stór og Steíni; ég tel nú víst að Þuríður segi þér hvernig henni líst á hann.

Nú íminda ég mér að tíð sé góð hjá ykkur því hér er stöðug landsunnan átt með hlýindum en leíðinlegum rigningum. Nýkomið er Gjafakomskip frá Englandi og á því Eiríkur Magnússon, heýri eg það egi að fara norður, enda trúi ég ekki að nokkur álíti gjafaþurfa þá sem búa hér suður við

Myndir:12