Nafn skrár:JakJon-1883-02-02
Dagsetning:A-1883-02-02
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaSt. 2 Febr. 1883.

Elskulega góða systir

Ástar þakkir fyrir þitt góða bréf af 5 jan komið hingað fyrir 2u dögum. Mikill er munur á tíð óg snjóþyngslun hjá ykkur eða hér, ég get valla sagSt að snjór hafi sést hér fyrri en vana dálítið á Þorranum og í 2-3 daga hefur hann verið á norðan, en nú sýnist það veðr vera geíngið niðr; ég vona að hlátturnar eptir nýárið og frammí þorra hafi náð til ykkar og hnjótar komið upp, að minstakosti um stundar sakir. Veðr nú ekki tekið til Gjafanna,fóður komnar til að reýna að afstýa Fellir? Það getur orðið örðugt að ná þeim að sér, og þá er nú ekki gaman né vandalaust að skipta þeím svo vel sé. Hér við Faxaflóa fanst mér óþarfi að brúka gjafirnar, því sjómenn hafa samal. haft hér gott nú, altaf eru reýndar

nógir ósjálfbjarga, og er þá óspart tekið úr vara þeírra, sem meír hafa undir hendi með útsvörönum.

Láki okkar líðr vel; hann er nú að bögglast við að skrifa Stjörnu, en er latur og ólaginn til bréfaskipta, þykist nú líka eiga annríkt í vetur; og hafa litlar tómstundir, því maðurinn m. lýtur nú eptir honum sjálfur, og ég vorkenni kalli ekki mikið, hann er frískaður og ólúraðr vona ég, léttir sér upp í því að fljúgast á við skóla krakkanna þegar þeír sleppa út og svo að gefa hrossum þegar þau koma heím, sem Gr. annars var vanur að gjöra sjálfr.

Mikið hryggir það mig hvað báglega þú lætur af heímilishag og heílsufari Péturs bróðir míns; það sýnist svo, sem hann hefði unnið til að njóta hvíldar í ellinni svo mjög sem hann hefur barist nú dagana, en hann hefur ekki getað unað við að hafa minna um sig. Engum trúi ég betur en manni þínum til að jafna samkomulagið

er orðinn landlæknir. Snögglega burtkallaðist Ritarinn og dauðin ekki friðsamlegri en lífið hafði verið. Frú Smith nýdáin. Jón Olafsson og Prestlingur leija hvörjir á öðrum, Nýl. var vígt Hotel Ízland í Rv. sem öllum Kneipum þikir taka fram, telja menn það nú mestu framfarirnar hér sidra.

Gott er að heýra að heýlsa þín fer svona batnandi; það er þó höfuðsökin, því hvað er maður án þess. og eins með Stjönu litlu, það óska ég að megi aukast og viðhaldast.

Eg held að Grímur skrifi manni þinum en hann er nú að lesa blað. Með kærri kveðju til mágs míns og barna ykkar og vandamanna enda ég þennann seðil, sem þarf fyrirgefningar við, og tel þið Guði.

Þín elsk. systir

Jakobína.

milli feðganna ef það er unt, en hitt bölið með skapsmuni Finns verður likl. ekki annað við að gera, en reýna að vera það, og verðr það þungur kross, þeím sem að henni standa. Mig lettr altaf sárt til Péturs þó í engu geti ég sýnt það; hann hefur verið mér beztur bræðra minna. Ekki hafa þeir allir eíra tilunnið en hann, sem fengið hafa heíðurslaun af styrktarsjóði Kristjáns níunda; þeir sjá um um að koma sér fram til þess og annars, sem næstir eldinum sitja, útvega sér meðmælíngar á hvern hátt, o..sv. fr. Péturs frumkvæði og tilraunir til umbóta munu sú þikja fyrir löngu um Garð geingnar og máske gleýmdar, en eínusinni stóð hann með þeím fremstu í flokki.

Þuríður dóttir þín hefur komið hér nokkrumsinnum og er þá jafnan kát og glöð. Ekki gekk að óskum með tilraunir Guðna læknis, sem hún og Kristján munu skrifa þér. Scherlokk

Myndir:12