Nafn skrár:JakJon-1883-06-07
Dagsetning:A-1883-06-07
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaSt. 7 júní, 1883

Elskulega systir mín,

Ekki man ég hvað nú er langt síðan bréf hafa farið milli okkar; eg læt mer nægja Þegar ég heýri úr annara bréfum að Ykkur líði bærilega og sama huxa ég um þig. Eg veít nú ekki hvat ég get fest fingur á Láka okkar til að láta hann skrifa, svo ég atla þá að gera það fyrir okkur bæði. Hann (Þorlákur) er frískur og glaður Guði sé lof! Sama er að segja af hinum börnum þínum hér syðra, og þá sonardóttirinni, sem er skemtileg og falleg; eg sá hana um Trinitatis-helgina, kom ég þá i Fecus-

borg með Láka og Þuríði. Þuríður dóttir þín hefur ekki komið síðan um sumarmál að hún var nokkrar nætur. Optlega hefi ég huxað til ykkar, sem höfðuð harðann vetur á þessu kalda vori sem Guð má vita hvort þið getið staðist. Nú er hann samt kominn af norðuráttinni og í mestu sunnanatt svo ég vona að enginn ís haldist við þó hann hefði verð kominn. Lausa á nú að koma til ykkar 14. þ. m. og með henni sendi ég þetta bréf; hún kom í morgun i Rv. og á að fara 9. þ. m. Láki fór inneptir i dag að sækja bréf og blöð og komst i afmælisveizlu Kristínar hjá Tómasi þar voru ýmsir Kaupm. að austan Jón Magnússon og fl.

NOrdenskjald er nú í Reýkjavík ásamt mörgu stórmenni og ferðamönnum; 8 Þjóðverjar hafa tvisvar komið

Eg bið hjartanlega að heílsa frændfólki mínu á þínu heimili, og öðru, sem þú kant að hitta. og kveð þig kærlegast.

þín elskandi systir

Jakobína

Elskulega mamma mín!

Jeg ætla aðeins að skrifa hjer á kveðju mína til fordelra mína, og systskina.

þinn elskandi sonur

ÞJónsson

hér, sem atla viða um land i Sumar, en komust ekki úr Rv. fyrir illu færum hestum. Nýl. brann hús Egils sál. Jónssonar i Rv. til kaldra kola. þessir voðalegi brunar eru farnir að verða alltiðir.

Svipul verður veslings Hólmfríði systir sonagjöfin; mér varð bilt við að lesa lát Jóns sál. i Fróða, hefi ég ennþá ekkert nákvæmar heýrt um það. þó Guð hafi gefið henni létta lund og mikið þolgæði fer hún nú liklega að verða heldur mædd. "Guð hjálp þeím, sem hryggdin slær," sagði faðir okkar sálugi. Maðurinn þinn og Steingrímur eru nú liklega að búa sig á stað, svo eítthvað hefur þú að huxa, sem optar. Það má talsvert breýtast til batnaðar, ef hægt verður að ferðast landveg nú bráðum.

Myndir:12