Nafn skrár:JakJon-1885-03-25
Dagsetning:A-1885-03-25
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastöðum 25 marz, 1885.

Elskulega systir mín!

Þó jeg viti ekki hvort jeg næ í póst hjeðanaf atla jeg að skrifa nokkrar línur og biðja þig að skila þakklæti til mannsins þins fyrir brjef sem jeg fjekk í dag. Jeg mátti vita að hann mundi vera búinnað reýna það sem unnt væri til að bæta úr sambúð þeirra feðga í Reýkjahlíð og er jeg honum þakklát fyrir það. Jeg fjekk ekkert brjef frá Pjetri bróðir mínu og muni honum ekki hafa þótt þau brjef goð, sem við hjónin skrifuðum honum í vetur; jeg mynti hann á meðal annars að stuðlað hefdi verið til þess að hann fengi Reýkjahl. og skildi hann nú ekki gera sjer þann ósóma að láta hana fara ur ættinni fyrir missklúðarsakir, og að hann mundi á engann hátt fær um að byrja búskap aptr njer þau börn hans að sitja Reýkjahl er hann helzt óskar að fengi hann; ekki mætti hann heldur lasta þó Sigurg. sonur hans hefdi kannske annar búskapar lag en hanns, sem ekki hefdi leítt til

mikilla hagsælda. Þetta er raun fyrir börn hans og frændur sem annt er um hann, g íllt til af sparnar.

en get nú ekki Sigurgeir dálítið meir lanpað sig eptir honum?

Láki skrifaði þjer einhvorn pistil í morgun, nývaknaður og áður en lagt var í afnum, svo jeg held að hann hafi ekki verið fallegur; jeg er nú hætt að lesa brjef hans eða hjálpa með stýllinn. Jeg vek hann á hverjum morgni, því nóg er að gera, Kl. 7 síðan byrta tók daginn og drifni hans sig optast á fætur greýið: jeg er optast fyrrst á fótum í búrinu og er það sjaldan vinsælt hjá hinni yngri kynslóð; allvel unir Láki við bátinn og ekki held jeg að hann langi til að leggja nokkuð annað fyrir sig; hvernig sem það sú heppnast, fel jeg Guði og gæfunni. Jeg hef sagt honum og þeir sem eru að byrja á lærdómi að nú sje enn meir áríðandi að allt gangi vel lærdómur og siðferði, þegar svo margt er aðið af lærðu mönnönum að hægt er að vinsa ur í embættin og ekki þarf að vísu hvau sem fyrir er. Jeg held að talsvert betra lag sje í skólanum en að undanfáu og á bindindið mikinn þátt í því og

mjer líkar, er jeg nú að huxa að senda næst fataefni handa Láka til Hafnar og fá það litað dökkblátt, en ekki er að vita að það lukkist, því ekki hefi jeg komið honum upp kembdum fötum í vetur, með því hann á þau brúnu óslitin og þurfi að fá svört fermingarföt í vor. Engin ull, sem jeg fæ er eins mjúk og þelmikil og þín, auðsjáanlega ekki tekur af verri endanum; þakka jeg þjer en einmini fyrir hana, langar mig nú til að biðja þig að huxa til mín með ull en í sumar.

Jeg bið hjartanlega að heilsa manni þínum og börnum og óska allrar blessunar. Þín elskandi systir

Jakóbína.

Madurinn biðr að heilsa. Illt er að heýra sífeldar harðindasögur úr öllum áttum og huxa um margskonar voða og bágindi, sem af þeim er búinn. Engin likindi til bata ennþá að því er ráða má af tíðarfari hjer, synast mjer benda til þess að hin illi gestr, hafísinn, sje kominn.

framúrskarandi piltar; enn af þeim Jón Steingrimsson Dux i skólanum og mikill vin Einars hefur komið hjer opt í vetur; hann er bróðurson sjera Magnúsar sál. Grímssonar. Steingrimur kom hingað seinast eptir miðsvetur prófið og var hjer um helgi 1 mann, ásamt mörgum öðrum; þið hafið gleði af honum. Kristján kom hjer líka ekki fyrir löngu, annars er hann shjaldsjer. Hægt á jeg með að líta lita og pressa vaðmál ef þú vilt og er það meirenn velkomið. Það sem var í fötum Láka var sona heldur gróft nærfæta vað mál með tvinnuðu ívafi, (því jeg vildi það heldr en láta vefa svo stuttann stúf, sem í fötin þurfti sjer.) ljet jeg þæfa það sjálf einsog það þoldi til þess að fara ekki í brigður. Hjer er Hattamakari i Reýkjavík, sem hefur ní lagt fyrir sig að lita og pressa og litaði hann þetta fyrir mig og hálfpressaði, sem kallað er, kostar þessi meðhöndlun hans á prestu eitthvað 80 a. mynnir mig a pundinu. Vaðmálið þarf að vera vel þvegið, þá er það líka ljettara. Brúni liturinn þikir mjer nú eginlega ekki fallegur og ekki nærri eins og fallega grákembdur Vomeldúkur, en Litarinn getir ekki litað annann lit, sem

Glautvin minkar fljótt á þessu pressaðu vaðmálið.

Myndir:1234