Nafn skrár:JakJon-1885-04-14
Dagsetning:A-1885-04-14
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

14 april, 85.

Jeg gat ekki komið brjefi því, sem jeg skrifaði i marz sökum illviðra, því póstr var þá á förum, legg jeg nú þennann seðil með því, sem ekkert nýtt hefir að færi; okkr liðr vel, Guði sje lof! Með norðanpósti fjekk jeg aðeins brjef í morgun frá Pjetri bróðr okkar. Stórmikill munur hefr verið verið á tíðinni hjer eða viðast um land annarStaðar, snjór ekki teljandi þó hann hafi þítt með meira móti og aldrei svo hjer við sjóin að ekki væri vel ratandi, en þessar sifeldu þráviðri og mestu fiski leýsi, jeg hef búizt bið að frjetta þessí miklu harðindi frá ykkr, enda talað um heýleýsi í brjefum úr Hnjóskadal, svo vel, sem menn voru undir búnir. Hryggilegt er þetta voðaslys af Seiðisfirði, þar óskum við að sjá á ban systrsyni Gr. m. Markúsi, sem var okkr handgeinginn og gæðadrengr. Ekki hafa menn látið sjer segjast við áminningum

vinstri spássía: Nú er sólskin og bjartvedr og logn dagl. en norðanstormur til djupanna. svo sem snjólaust og nætrfært balsveið.

um árið með að búa þar og byggja. Jeg hjelt altaf að Markús sál. hefdi sezt að á Eírinni, þar getr slíkt tjón ekki átt sjer staðaðborið stökum hjallans fyrir ofan hann. Jeg get nærri að þú hafir orðið hrædd um börn þín þar; það varð jeg því frjettirnar komu fyrst svo óglöggur. En það er líka raun að vera sjónarvottr að þeirri eýmd sem af þessu flýtr. Sr Magnús og Sigfús son hans munu búa á Eirinni?

Ekki getr Pjetr br. sætt sig við sín kjör, gerir nú helzt ráð fyrir að fara frá Rhlíð. hvað sem úr þvi verðr. Liklega er nú eitthvað óliðlegt af hendi Sigurgeirs þó Pjetr. kunni að vera vanskillegr og valla verðr Sigrg. lagt það út til sæmdar ef P. hrekst burt í elli sinni. Jeg held það sje mesta fásinna fyrir foreldra að skipta með börnum sínum i lifandi lifi en hjer var nú reýndar litlu að skipta; jeg þekti mörg slæm dæmi uppá það en fá góð. Guð gefr nú sól og sumar og alla góða hluti. Við Láki kveðjum ykkur hjartanl. hann fjekk ekkert brjef. Stgr. var hjer póstatrúr foru þeir Láki inní. Flensborg voru þar 2 nætr þar er bráðum von á 3a barninu. þín elsk. systir Jakóbina

Myndir:12