Nafn skrár: | JakJon-1885-11-09 |
Dagsetning: | A-1885-11-09 |
Ritunarstaður (bær): | Bessastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
BessaSt. 9. nóv. 1885. Elskulega systir mín, Jeg man ekki hvað langt er síðan jeg hef skrifað þjer, en síðan hef jeg fengið Grösin og ullina, sem er hvað öðru betra búílag og þakka jeg hvorttveggji hjartanlega. Steingrimur þinn sagði mjer að þú hefdir verið mjög lasin eptir austr ferðina, en þú Þú færð nú Guði sje lof, góðar frjettir af sonum þínum, vona jeg mint hefi jeg Láka okkar á það. að þeir fari á húsganginn. Föt Steingr. þíns eru búin fyrir hálfum mánuði, kom hann hingað einn sunnud. til að láta sniða eptir sjer, en ekki er hann farinn að reýna því, með því hann hefr eigi komið síðan en það stendr til næsta sunnud. jeg vildi ekki senda þau ef einhverju þyrfti að breíta; þau eru alllagleg en heldr þunn og ekki laus við higðr, nema treýur sem jeg tók úr því beztu; Litarnir hafði eigi náð vel úr þeim, þó hann lofaði því. Jeg legg þjötlu Ekkert veit jeg nú um Pjetr bróður okkar nje Hólmfr. á Grunastöðum langann tíma; sjáir þú hann eða eitthvað af okkar fólki bið jeg kærl. að heilsa. Skila kveðju frá manninum og kveð þig og þitt |