Nafn skrár: | JakJon-1862-06-29 |
Dagsetning: | A-1862-06-29 |
Ritunarstaður (bær): | Eskifirði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Stödd í Eskjufyrdi 29 Juní 1862. Ástkæra góda systir! Þétta bjef mitt færir bera öllum fjærlægum börnum Sínum og tryggdavinnu sína síduStu kvedju "jú vidkvæma hjartans kvedju þeírra deýandi födur og vinar" sagdi hann. Á fimtudaginn fyrir HvítaSunnu þýngdi honum meSt og um háttina sofnadi hann ekkert, en ad heíra bænir hans og trúartrauSt til guds þó eíns og so opt, þad var fallegt og átakanlegt, á FöStudaginn fór ad koma þeli fyrir brjóStid, á þad var daudahryglar, elSkulega Solveg mín! sem mjer finSt jeg heýra altaf sídan, og jeg var eín af börnum hans Sem Stód vid Já, gud veít jeg ann honum hvíldarinnar, þó jeg sakni mjer ad vinur hans Sr Halldór prófastur hefdi Stadid þar. En minníng hans lifir í hjarta okkar og so margra Sem þektu hann, þó hún sje ekki í mörgum opinberum rædum. hann var aldreí fyrir ad láta bera mikid á sjer, en fáid munu hafa lagt betur fram lífs og sálar krapta enn hann. Gudi sje lof fyrir líf hans og líka fyrir hans; jeg hef engann mann sjed búast eíns vel vid komu daudans. Dæmi hans Skal hvetja okkur til ad vera hans verdug börn. Eínsog jeg sagdi ádan átti þetta brjef ad bera ykkur sídustu kvedju míns ógleímanlega födur, og svo módir minnar betri en jeg get skilad. Vertu fyrir mig brjef til Þorláks bródir og barna Heílsadu hjartanlega manni þínum og börnum en sjálfa þig kved jeg þó bezt af öllum! Alla mína daga Skal jeg muna hvad þú hefir gjört fyrir mig góda Systir! þú sádir í mitt únga hjarta þegar jeg var hjá þjer þá tók jeg því ekki vel, en seínna finSt mjer þad hafa borid ávöxt. Þín mynnnug og elsk. systir Jacóbína. ó, þad var máSke oflítid medan jeg gat þad, þó mjer findiSt viljinn vera fús, jeg sje þad bezt nú. Benedict kom kveldid eptir, hann kom um seínann, en nógu Snemma til ad Smída kiStuna eínsog fadir okkar sálugi hafdi bedid um. Svo kom þessi þúnga kvefsótt, svo vid lögduStum öll í eínu, þyngst lagdist hún á KriStrúnu og módir okkar Sem jeg hef aldreí ordid eíns hrædd um en gud hlífdi henni, svo nú vona jeg hún sje á batavegi. Jeg lagdiSt líka og er vesöl enn, því jeg þurfti líka ad kvelja mig. Mánudaginn 23 þ.m. lögdum vid Bened. líkid í kiStuna; jeg bjó um hann svo vel sem jeg |