Nafn skrár:JakJon-1862-06-29
Dagsetning:A-1862-06-29
Ritunarstaður (bær):Eskifirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Stödd í Eskjufyrdi 29 Juní 1862.

Ástkæra góda systir!

Þétta bjef mitt færir þjer þá sorgarfregn sem okkur öllum okkur er so vidkvæm, nefnilega ad fadir okkar hefir nú fengid hina sárþrádu hvíld. Vid höfum búiSt vid þeSSu, því líf hans var ordid lángt, en því var vel varid í þjónuStu guds og gódra verka. Þad ættum vid ad finna börnin sem áttum áSt hans og umhyggju. eínkum hefi jeg búist vid vid því sem sá uppí þjáníngar hans, og heírdi hann Svo opt gjöra rád fyrir dauda sínum sem hann hjelt ad kæmi miklu fyr. Eptir ad jeg Skrifadi þjer méd AprílpóSti var Sjúkdómur hans hægur þó altaf mikid erfidur fram ad uppstigníngardegi þá fór ad þyngjaSt af þvagtregdu og ýmsu ödru, og tilfinníngar ad Sjalgæft og jafnvel sansar eínStöku Sinnum; þó miSti hann aldreí rænuna. Á annan í Hvítasunnu bar jeg hann úr rúminu í fyrSt Sinni med kallmanshjálp, minti hann mig þá á margt Sem hann opt hafdi bedid mig eínkum ad

bera öllum fjærlægum börnum Sínum og tryggdavinnu sína síduStu kvedju "jú vidkvæma hjartans kvedju þeírra deýandi födur og vinar" sagdi hann. Á fimtudaginn fyrir HvítaSunnu þýngdi honum meSt og um háttina sofnadi hann ekkert, en ad heíra bænir hans og trúartrauSt til guds þó eíns og so opt, þad var fallegt og átakanlegt, á FöStudaginn fór ad koma þeli fyrir brjóStid, á þad var daudahryglar, elSkulega Solveg mín! sem mjer finSt jeg heýra altaf sídan, og jeg var eín af börnum hans Sem Stód vid bana Sængina, hefdid þid verid komin þá fleíri, eínkum þú, á þeírri svipmiklu stund, kl. 12 leíd öndin burt, og vid módir mín, ekki nema bádar Stördum á hid kalda lík, hún bar sig Stillilega þó hún findi mikid til, en vid máttum líka vera gladar yfir ad hann hefdi fengid sína heítuStu bæn uppfylta, nefnil. ad deýa í fadmi módir minnar.

Já, gud veít jeg ann honum hvíldarinnar, þó jeg sakni ja enginn veít nema jeg sjálf, hvad jeg sakna hans, hvad mjer finSt tómlegt, og eínsog jeg sje yfirgefin jeg sakna hans Skemtilega og fródlega samtals, hans blídu áminníng -sem mjer Skulu aldreí úr minni lída- þad ljet jeg vid gröf hans, og jeg sakna jafnvel þess ad geta ekkert haft gjört fyrir hann

mjer ad vinur hans Sr Halldór prófastur hefdi Stadid þar. En minníng hans lifir í hjarta okkar og so margra Sem þektu hann, þó hún sje ekki í mörgum opinberum rædum. hann var aldreí fyrir ad láta bera mikid á sjer, en fáid munu hafa lagt betur fram lífs og sálar krapta enn hann. Gudi sje lof fyrir líf hans og líka fyrir hans; jeg hef engann mann sjed búast eíns vel vid komu daudans. Dæmi hans Skal hvetja okkur til ad vera hans verdug börn.

Eínsog jeg sagdi ádan átti þetta brjef ad bera ykkur sídustu kvedju míns ógleímanlega födur, og svo módir minnar betri en jeg get skilad. Vertu fyrir mig brjef til Þorláks bródir og barna hans og seigdu honum þad sem þid egid sameginlega í þessu brjefi, og heílsadu öllum gömlum kunníngjum. ÞorSt. ætla jeg máske ad Skrifa. Jeg vona nú brádum eptir brjefi frá ykkur, og seínna vil jeg Skrifa um eítthvad meír; nú er jeg hálfmyglud í höfdinu, svo þú verdur ad forláta þó brjefid beri menjar þess.

Heílsadu hjartanlega manni þínum og börnum en sjálfa þig kved jeg þó bezt af öllum! Alla mína daga Skal jeg muna hvad þú hefir gjört fyrir mig góda Systir! þú sádir í mitt únga hjarta þegar jeg var hjá þjer þá tók jeg því ekki vel, en seínna finSt mjer þad hafa borid ávöxt.

Þín mynnnug og elsk. systir

Jacóbína.

ó, þad var máSke oflítid medan jeg gat þad, þó mjer findiSt viljinn vera fús, jeg sje þad bezt nú. Benedict kom kveldid eptir, hann kom um seínann, en nógu Snemma til ad Smída kiStuna eínsog fadir okkar sálugi hafdi bedid um. Svo kom þessi þúnga kvefsótt, svo vid lögduStum öll í eínu, þyngst lagdist hún á KriStrúnu og módir okkar Sem jeg hef aldreí ordid eíns hrædd um en gud hlífdi henni, svo nú vona jeg hún sje á batavegi. Jeg lagdiSt líka og er vesöl enn, því jeg þurfti líka ad kvelja mig. Mánudaginn 23 þ.m. lögdum vid Bened. líkid í kiStuna; jeg bjó um hann svo vel sem jeg gat í sídaSta Sinni; hann var fallegur lidinn eínsog hann var lifandi og eínhvör himnest róSemi á Svipnum; jeg sendi þjer 1 lokk af hvíta hárinu, sem altaf hjelt sjer; jeg geými annann, jeg hefi aldreí sjed þad nema hvítt, því hann var ordinn gamall þegar ég man firSt eptir. Á Jónsmessu 24 fór jardarförinn fram, vid höfdum bedid 4 preSta komu en vegna veíkinda kom engin i þeírra nema Sr Hinrik á SkoraStad, og adeíns fáir af þeím Sem vid höfdu búiSt vid. Sr Hinrik hjelt firSt Húskvedju, ádur en Kistan var hafin út, hún var borin af 8ta flest Bændur, og Sigurgeir og Bened. báru höfdaendann eptir beídni födur ockar sáluga. Svo hjelt Sr Hinrik líkrædu, hún var sona dáfalleg, þó fanSt mjer ad gódur rædumadur hefdi haft efni til ad tala um meír yfir moldun födur okkar, jeg óSkadi í huga

Gröf födur ockar sál, er ad nordanverdu vid Kirkjudyr, rjett á móti leidi Dr. Brynjólfsens og Sýslumans sáluga Thorstensens.

Myndir:12