Nafn skrár:JakJon-1850-1875-03-26
Dagsetning:A-1850-75-03-26
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

26 Marz.

Jeg gleímdi að þakka þjer góða brjefið af 12 jan í vetur og geri eg það nú ástsamlega, þó mjer þiki ætíð dálítið vanta nefnil. að þú skrifar ekki sjálf. Enginn hefir viljað eiga treíuna sem eg hef boðið hana, og er eg hrædd eg komi henni aldreí út. Jeg er nú að sauma treíu á vaðmál handa Benidict sem móðir m gefur honum og verður það líklega sú seínasta, og reiðtreíu handa mjer úr Klæði undir Krínglóttann hátt sem eg fæ í vor. Það hafa dálitið breizt hugsanir mínar síðan eg var í Hlíð; eg er nú hætt að koma til Kinda og hesta og gerði það strax á Kirkjubæ. en fremur leíðist mjer að vera við matinn og Skamta fólkinu hjerna, þó eg brúki mestann tímann til þess. þorgerður hefir verið úti KaupSt. hjá konu sýslumansins að læra smávegis dót, sosem að hekla; hún er falleg og vel að sjer og heítir Þórdís dóttir Melsteðs amtmans. þau koma hjer opt Hjónin. Fyrir páskana voru þeír hjer í neðra" sýslum. ÞorSteínn og Hjálmarsen, svo optast er nóg af þesskonar gestum.

Ef þú hefdir gaman af, læt eg hjer innání Kvæði sem sjera Hallgr. hefir útlagt úr Rahbek, en þó bið eg þig að láta fáa sjá það og gefa engum afskrift afþví, því eg er mátulega vel að því kominn.

Hjedan hef eg ekkert að segja nema alt situr við sinn gamla keíp. Jeg á að bera þjer beztu kveðju foreldra og sistkina og heílsaðu líka "í efra" hjá þjer.

Guð veri þjer og þínum alt í öllu!

Þín elsk. systir

C. J. Jónsdóttir.

Til

Madömu, Solv. Jónsdóttir

í/Gautlöndum við Mývatn.

Katl br. Til Solveigar Jónsd. Gautlöndum

Frá Jakobína Thomsen Bessastöðum.

85 bréf.

1850-1889.

Myndir: