Nafn skrár:JakJon-1852-06-12
Dagsetning:A-1852-06-12
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kyrkjubæ, 12 Jun. 52.

Ástkæra góða systir!

Jeg þakka þjer af hjarta hjerkom-una í sumar, sem allt annað systur-legt ástríkir, og góða tilsogn og ámin-íngar, og man jeg vel eptir seínustu orðonum sem þú talaðir við mig við Brúna, og hefir jeg allann vilja á að reína að rekja þau, þó það má-ske verði síður enn vera ætti.

Hálfveígis rann úti fyrir mjer þegar jeg reið útfrá, og víð keptust um hvort sem meíra gat frá öðru, enn rauðka hristi nokkuð úr mjer ólundina og svo var mjer líka vel tekið á Hallfreðarstöðum. - Jeg var svo heima eptir smiðirnar komu í allt haust, og var jeg næstum einlægt frammi og fór á fætur á morgnana snemma til að skeinkja kaffið Signý fór svosem ekkert framm, og móðir mín dáldið; jeg saum-aði næstum í hjáverkum vaðmáls

handa Fríðu litlu grænann, sem átti að komast af fyrir jólin. Svo fór jeg útí GJaltastaði fyrir jólin með blátt vaðmál sem tætt var í fyrravetur /: jeg man ei hvort þú sázt það í sumar :/ og saumaði úr því dáfallegan kjól handa mjer með tiltögn Olafar, því kjóllinn /:fermíngar:/ er orðinn lítill og heldr snóður. Um treju Bensa var hreínt ómögulegt, því móðir mín gat hreint ekki mist mig fyrri enn þetta. þegar aptur birtir nú daginn skal jeg róa öllum árum að um vestið og treýuna að það verði saumað. Sigríður á Holmum kom hjer í haust með Singýu, og þókti henni sárt í broti að þú hefðir ekki komið þangað. Hún var hjer nokkra daga, og saumuðum við Buxur handa Bendikt. Mikið hefur Þórun á Hallfreðarstað að gera, og eí veit jeg hvort hún gæti hjálpað uppá mömmu, og hefði hún þót víst vilja til þess. Guðrún á KetilsSt. Bjarnardottir hefur leígið í allan vetur í agnarlegri höfuðpínu og jeg trúi sinnisveíki. apt hafa meðöl verið sókt til læknis, enn vill ei duga.

Melbý faktor á Vopnafyrði, bað föður minn um mig fyrir þjónustustúlku, enn faðir ba fyrir jeg væri lofuð Kristr. svo það væri ei hægt; mig lángaði líka ekkert þángað. Ekki veit jeg nú hvort kringumstæðr verða svo að jeg fái að fara norður í vor, enn ósköp lángar mig til þess. Jeg er nú heldur farinn að gleima Sveitinni, og þarf nú að rekja hana upp fyrir mjer aptur. Ekki máttu uppá víst eiga von á mjer, þó mig hafi aldrei eins lángað til að fara. Það held jeg að Voga Jón fari norðr í vor, og (strik?) máttu víst vera óhrædd um það sem við mintustum á í Sumar. Jeg trúi jeg muni þú ei meira að rugla við þig í þetta sinn, nema byðja velvyrðíngu á seðlinum. Heilsaðu frá mjer þeim sem kveðju minni vilja, einkum manninum barnan; nei barninu. En þig sjálfa kissi eg einlægum systurkoSsi með óskum allra blessunar!

Drottinn gefi okkur ollum forsælt nýa arið!

þín elsk. systir

Bína.

nú er orðið koldimt.

Arnesen sem nú er kominn á seýðisfjörð, hefur líka leingi leigið í grófri brjóstveíki og kvefvesöld er hjer víða. Jeg hefir meirenn i viku kvalist af kvefi og hósta, og er bísna sansalítil; þú mátt þvi ekki vera taka upp þó brjefin sjeu vitlaus. Já; blessuð ámintu strax að hann Stefán á Skútust. leiti sjer einhvorrar lækningar, að hann fari útað Isolfsstöðum og jeti Skarfakálið. Sumir hafa líka jetið hroSsaket enn kannske allir geti það nú ekki; það þyrfti líka þá að gera yðuglega. Faðir minn skrifaði lika Joni á Grænavatni um þetta efni. Sjálfsagt held jeg fari nú að Hólmum með foreldrum mínum, og lángar mig þó ekki mjög ofaní fjörðuna, en jeg vil og ætti ekki heldur að skilja við foreldruna, og svo kinni hún Kristrún að svígja mjer eítthvað til. En - ef hann fra J. Svenson feíngi brauðið, held jeg mjer þætti gaman að vera hjer hjá Sigurg. og honum að öðruhverju. mjer er nu farið að þikja hjerna skemtilegra enn firsta sumarið mitt firir austan.

Myndir:12