Nafn skrár:JakJon-1853-01-04
Dagsetning:A-1853-01-04
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

lbs. 2747, 4b

Hólmum 4da Jan. 1853.

Ástkæra systir mín góð!

Jeg get nú ekki þakkað þjer eíns og jeg vildi og þú átt skilið, allt systurlegt ágæti. Já, svo margar og góðar áminníngar, og jeg má fullyrða að einkis orð hafa hrært mig eíns og þín, bæði til þakklætis og viðrkenníngar, þó það aldrei hafi sjezt, hefir næstum ekkert frá æskunni, búið eíns fast í hjarta mínu. og upphvatníngar þínar. Æ! jeg vildi þær bæru þar (í hjarta mínu) góðan ávöxt, og jeg veit að ef nokkurmerki framfarar sjást í lífi mínu er það þjer að þakka. Þegar jeg er að skrifa kunningjunum norðr bæði fyrir mig og móðir okkar, man jeg það er órjett að skilja þig eptir, sem átt mjer skilið fremur öllum öðrum að þín sje minst, og þegar það kostar þá ekki nema svona lítinn miða.

Faðir minn skrifar Jóni og þar fáið allar frjettir og um ástand okkar; jeg atla því að láta það allt vera; eínungis að segja frá sjálfri mjer, og því sem faðir minn skilur eptir, af vandamönnum þínum hjer.

Mikið saknaði jeg að fara frá Kirkjubæ, þó jeg væri þar ekki lengi, kyntist jeg við nokkra sem voru mjer svo góðir og innilegir, einkum Þórun og Þórdís á HallfreðarSt. Guðrún Bjarnardóttir á Ketilsstöðum. Jeg var þar í vor eína viku og i erfi eptir Björn föður hennar. Hún var þá vesal, en þó í afturbata, eínkum á sinninu. Það er skaði því hún er svo góð og viðheldin. Jeg hefi skrifað þessum öllum til eptir beýðni þeirra. Sigurgeir bróðir býr vel á Galtastöðum. Þeim er hann þekkja nokkuð þikir hann dugnaðarmaður og góður drengur. Túngumenn ætluðu að taka hann til Hreppstjóra í fyrra, og hann verður það víst þegar Magni hættir. Benidikt bróðir er þar, og verður heldeg eptirleíðis, nema hjer máske við baðstofu byggingu í vor; hann var hjer 2 vikur í sumar. Hann er orðin stór og sterkur og góður vinnumaður, en víst eígi svo vel mentaður sem vera ætti. Smiður góður og vel virkur; glaður í hóp kunningja sinna, en með aldrei heldeg hann verði ókátur. Jeg að vísu get ekki sagt um geðslag hans vel, því hann er orðin svo umbreýttur frá því hann var í Rhlíð. sjera Hallgr. líður vel bæði að efnum og jeg held ánægju; hann er altend sjálfum sjer líkur. Kristrún er ofurlega heilsulítil; hún lá núna um jólin. Börnin eru nú öll að læra; þau eldri 2 ögn í dönsku og gengur ekki illa, hin yngri að lesa og skrifa. Fríða er búinn að læra fræðin og les vel; hún er mikið heilsugóð.

Hrædd er jeg um að komi ekki svo fljótt norður, Samt ætla jeg nú ekkert vist að segja um það, enn húxa til þess, því jeg man svo vel eptir leikvöll æsku minnar, og jeg verð að sjá hann aptur þegar jeg er komin á hið alvarlegra skeíð lífsins; nú er byrjað 18 árið mitt. Gaman væri ef þú kæmir hjer eínhvorntíma, þá skyldi jeg tala margt og mikið við þig, og þá fengir þú líka nokkuð nítt að sjá.

Fyrirgefðu mjer nú elskuða systir! Þetta sundurlausa rugl. Jeg á að bera þjer alúðarkveðju móðir minnar, og annara vandamanna hjer, eínnig manni þínum og drengjunum litlu, hveím jeg bið líka að heílsa; og útí Arnarvatn. Sigríður Sveinsd. byður einkar vel að heílsa þjer.

I nafni mínu kveð jeg þig með óskum allrar farsældar á nýa árinu eins og öll.

Þín elskandi systir

Bína þín ávalt.

Solveg Jónsdóttir

Hjer hefi jeg allvel unað hag mínum. Hjer er annars mikið annríki og Gestagángur eínkum á sumrin og vorin þegar hólmarnir og dúnin er umfram aðra vinnu, bærin lekur hjer mikið vegna hinna sifeldu rignínga. baðstofuna á að rífa í vor; hún er 5 eða 4 ára; vegna rúmleýsis í henni eru hjónin framí stofu og börnin og jeg; þar eru hjerumbil 6-8-10 graðar hita. Hún brúkar mig stundum til smávegis sendiferða, svoSem að bera á barð í stofunni og svo framvegis; hún er mjer ofurgóð og mjer finst henni liki ekki svo illa við mig. Fyrir jólin var jeg að sauma ljereptis skirtur og serki og svo prjónaði jeg peísu handa föður mínum með mömmu. Nú er jeg farin að spinna þráð með stúlkunum. Þegar úta líður á jeg að fá að líta ögn í dönsku, og sauma með öðrum, klæðisföt handa Bensa. Við stúlkurnar hjerna fellur mjer vel. Sigríður er góður vinnukvennmaður, víst gáfuð, en það er ekki öllum kunnugt; hún efir átt hvað mikið alvarlegt við sig. Hún fær brjef frá föður sínum og bróðir Jóni; honum geíngur mikið vel í skóla og er sjerlega gáfaður, á hann að skrifast út í vor. I sumar fór hann til Englands og dvaldi fáar vikur, seígir hann ferð þá skemtilega. Sigríður er ad skora á hann að finna sig í sumar. Bjarni rector kvað vera yfirgángssamur við pilta, og stökki þeím bál ef ágángslitið verður. þeir kvað líka þola það illa.

Myndir:12