Nafn skrár: | JakJon-1853-03-07 |
Dagsetning: | A-1853-03-07 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 7. marz 1853. Astkæra systir! Hafðu innilegustu þökk fyrir brjefið með Jóni eíns og allt! VIð getum ekki nema svo fáum skrifað núna því tímin er naumur. jeg var í gærkveld að keppast við brjef til Hólmfríðar systir; hún skrifaði nú með pósti og lætur vel að sjer. Þau vilja ekki fara þarna í burtu því fólkinu þikir svo vænt um þau, enda er ekki að vita, fyst þeim liður þannig að þau yrðu hamingjudrjúgari annar Staðar. Þaug eru víst í bezta lagi ánægð, og það er,- segir Hólmfríður- á við nokkra ríkisdali. I vor byggðu þau baðStofu, og í sumar helt hann útí skipi, fekk Okkur líður ollum vel hjerna; heilsan góð og ekkert bjátar á. Maddama Solveig Jónsdóttir Gautlöndum hjá Sigurgeiri eptirleiðis. Sigurður er nú farin að huxa um giptíngar eíns og aðrir góðir menn og fer Stúlka hans híngað í vor; það má næstum segja um þetta "allrar veraldar vegur víkur að sama púnkt." Ekki get jeg sagt með vissu hvort jeg komi í vor þó mig lángi til þess, það er svo bágt að segja um það og "standa í stað". Foreldrar mínir byðja nú astfyllst ad heilsa og báðu mig afsaka að þau skrifuðu ekki því Drottin forsæli þig og þína og leíði ávalt elski systir þín Caról Jacobína |