Nafn skrár:JakJon-1853-11-13
Dagsetning:A-1853-11-13
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Solveg systir mín!

Hólmum 13 Nóvember 1853.

Ástkæra systirin mín!

Loxins eptir lánga þögn, fer eg nú að tala við þig á þessu blaði, og þakka þjer fyrir allt ástríkið í sumar, eíns og æfinlega áður. Jeg hefi atlað mjer að skrifa með hvorri ferð sýðan, en ætíð sloppið af þeím, svo þið mættuð halda að hyrðuleýsi mitt hefði tekið mestum framförum við þessa ferð. Annars hefði tekið mestum framförum við þessa ferð. Annars er eg miklu ánægðarii eptir en áður, að hafa sjeð ykkur, fornu kæru kunníngjana! og enar indælu úngdóms Stöðvar mínar, sem jeg þrái svo mjög. Sam sem áður uni eg allveg hjerna, eíns og mun þikja liklegt, en eíns er og hugur minn leíti að einhverju öðru til að una við, þó hann viti valla sjálfur hvað það er. Vel gekk mjer austur í sumar; Pjetur br. fylgdi mjer að GoStog Gunnlögur Oddsen þaðan og að Hofi í Vopnafyrði; þar var eg 1 dag um kyrt og leízt vel á allt; jeg kom að BúaSt. til Þóru og var hún mjer góð, og lík því sem jeg man eptir henni í Vogum. Frá Hofi fylgdi mjer Wilhjálmur halti og að HallfreðarSt., þar var mjer eínkar vel tekið; þá fór eg GaltaSt., en vegna mikils annríkis beíð eg í Túngunni næstum viku, eptir Sigurgeiri sem þá fylgði mjer híngað, og var þá fólki orðið mál á mjer, eínkum föður mínum, sem hafði næStum leígið -af hræðslu- 2 daga áður enn eg kom.

Foreldrar mínir una hje allvel, enda er farið svo vel með þau sem hægt er; bæði hafa þau vilja til þess hjónin, og svo brestur ekki efni, á föður okkar heýrist aldreí óánægja, hvernig sem áStendur fyrir honum, eða hann tali um að breýta högum sínum, eíns og svo mörg gamalmenni, þegar þau eiga að vera undir valdi barna sinna; jeg vildi helzt af öllu að þau gætu unað hjer, það sem eptir er æfinnar; heilsa þeirra er nú fremur völt, eíns og von er á þessum aldri, en þó allbærileg. Ekki verða þau veík af landfarsóttum eða hastarlegum sjúkdómum. Eínúngis gigtin, þeírra gamla fylgja, meíðsli gömul og lúi eru það sem fylgja þeím allajafna, þó alllt bærilegt. Þau vinna bæði allajafna með miklu kappi og þreki og láta svo bprnin lesa hjá sjer, han skrifar mikið og les sjer til skemtunar og öðrum. Þessi gamli öldungur 73 ára hvítur af bærum, og hún 65 ára glöð yfir dagsverkinu sem hafa svo opt fundir svon sína rætast, og ssvo opt orðið sannfærð um gæzku guðs og speki, og glaðst af leíðslu hans á sjer, bíða samhuga grafinnar; þau vinna meðan dagurinn er, og láta svo eínungis dæmi sitt eptir hjá okkur.

Og nú er þá orðið skarð í siztkina hópin okkar í fyrzta sinni; mjer kom það svo óvart, eíns og jeg vissi ekki að dauðinn er sendiboðin Guðs og kemur í hæfilegann tíma, jeg gat valla trúað að jeg hefði sjeð hana Valgerði í seínasta sinni í sumar, svo líflega og glaða, og börnin hennar úngu, sem mjer fanst ekki geta verið án hennar, og gamalmennin komin á grafarbakkann sem eínsog vonuðu á hana, - sáu þá á eptir henni ofani ena dimmu mold. En- hún var máske södd af dögum og það er efalaust þeím sem eptir lifa til góðs, eíns og allir vegir hins almáttka, og jeg skuli þá dirfast að mögla.

Nú hefðir þú þurft að fá þjer fleíri Stúlkur eptirleíðis en þú hefir haft. Það er ófært að þú leggir svona mikið á þig, því vandfarið er með heílsuna, svo dírmætt hnoss. Þú hefir líka svo stór og falleg Hús að passa og hafa hreín; láttu mála stofuna vel. það er bæði gagn og príði; og það kostar nú ekki svo mikið. það er bæði gang og gaman að sja svo falleg gestahús. Þegar obnin er komin í Baðstofuna skaltu láta ykkur verða nóguheítt; kuldin er bæði illur og skaðlegur.

Jeg verð eínúngis að biðja þig að bera kæra kveðju til mína og okkar hjerna til kunníngjanna í kríngum þig, og eíns biðja foreldra okkar og siztkinin hjerna ástuðlegast að heílsa þjer og þínum. Jeg er orðin svo sifjuð og andalaus að skrifa í kvöld að eg verð eínúngis að kveðja þig; máske mjer detti eítthvað meíra í hug á morgun. Nú er eg þegar 18 ára, eíns og þú veiztö þegar endar þenna dimma nóvember; mjer ógnar næstum hvað eg er orðin gömul; Biddu fyrir mjer á þessu nýa ári! Drottin blessi og farsæli þig og þína!

þannig þynnist við þig í anda

þín elsk. systir

Jacóbína.

Sjera ÞorSteínn skrifar föður mínum ógnarlega sorgbitinn og þá get eg nærri blessuðum börnunum. En- hinn eílífi kærleíkur, huggar þá sem harmþrúngnir eru og á hann vona. Vjer sem lifum skulum snúa þaunkum vorum frá gröfum enna dánu bræðra og systra, hafa eínúngis dæmi þeírra og minníngu og keppa svo leíð okkar til ens sama mazks.

Komdu nú sæl! systir mín góð! jeg verð nú að rjetta mig uppúr þessum prjedikaralegu þaunkum, sem svo opt og tíðum leída eínhverja dimmu og villu inn í huga minn, jeg vildi eg mætti optar tala við þig, því nú finst mjer eg geta það lángtum betur enn í sumar. Jeg er optast ekki kátir nema þegar favi eru í kringum mig o það þeír sem mjer líka. Sigríður Sveínsdóttir er vel eptir geði mínu og þikir mjer gaman að tala við hana. hún er nú búin að vera 6 vikur norðurá Seýðisfyrði hjá Johan og Hönnu- sem hjer kom í sumar-. Hana er annars farið að lánga burta hjeðan, og vildi fara til Hönnu, en Krisrún vill ekki eptirláta það, samt sem áður verður Sigríður hjer aldrei mörg ár til, og gott ef hún verður það sem nú kemur, og þikir mjer það skaði mikill. Hjeðan fer líka önnur stúlka í vor sem mjer hefir líkað svo vel og eg sakna hennar; þær- Sigríður og hún hafa verið bezt eptir geði mínu sýðan eg kom hjer, og hefði eg gjarna kosið að hafa þær leíngur, en jeg er búin að læra að vonast ekki eptir neínu stöðugu í heími þessum. Kristrún vill mjer allt hið bezta sem hún getur en ekki veít eg hvort hjer er mikil framfara von fyrir mig, það bendir svo mikið í eínhverju annríki og áhiggjum þessa heíms. Bróðir minn er jafnan eíns; árvakur og gætin í köllun sinni og eínhvor sá fúla fríasti maður í Dagfæri sínu, hann er nú að kenna bornunum og svo að leggja út Wallín, og ymsar smásögur.

Myndir:12