Nafn skrár:JakJon-1856-01-12
Dagsetning:A-1856-01-12
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 12 Jan 1856.

Hjartans systir mín!

Þó eg ekki muni hvenær eg skrifaði seinast veit eg að bísna lángt er sýðan og er mér ljúft að biðja þig fyrirgefa mér það hyrðuleisi, og lofa nú að bæta mig með nýa árinu, sem eg óska af hjarta að verði þjer og þínum gleðilegt og blessunar ríkt!

Hjeðan get jeg sagt þjer allt bærilegt af okkur frændum þínum, nema hina löngu og þúngulegu mágkonu okkar. Strax i october i haust fikk hún geýsilegan blóðuppgang- eínsog um sama leiti í fyrra og hjelzt hann við 1/2 mánuð svo henni varð ekkert rótað, til að búa um hana þann tíma. Hjálmar ur sóktur og dvaldi hann hjer í 5 vikur, þó lítið sýndist bregða við veru hans. Sýðan hefir hún altaf verið mikið þyngra haldin enn i fyrravetur seinni partinn og í sumar. Hún má valla taka á nokkru verki sjer til skæmtunar, nema þegar hún hefir sinnu

á það lesa. Svefninn er alltaf eins mjög lítill. Við stiðjum hana ofan á Stál um stendur við rúmið þegar búið er, og er það öll hræringin sem hún hefir, en ómögulega getur hún stigið á fæturna. Altaf er hún þolinmóð, þó henni finnist langt, og góð og ástuðleg okkur. Hjálmar sem hefir altaf brúkað við hana homophatisku meðölin, sem mjer finst ekki gjöra að verkum. Núna með póSti sendu þær Jacóbína Hjaltalín og Sigríður í Viðeý, henni meðöl og Recept frá Hjaltalin uppá gamla móðinn, og lastar hann mikið Homophatinni.

Aldrei hefir móðir min verið eíns aum og í sumar eptir að landfarsóttinn gekk og framanaf i Vetur; það er jafnan höfuðverkur og áköf uppsalu, eins og hún fjekk stundum i Reikjahlið. Faðir minn hefir góða heilsu; hann kembir og tætir, les og skrifar ógn af brjefum, og mjer finst hann vera vel ánægður, og með að hann hefir nú minni áhyggjur enn áður. Hann kennir börnunum Kverið og eru þau nú öll búin með það nema Jónas. Fríða lauk því fyrir jólin, hún held eg sje bezt gáfuð af þeím.

honum hann þó þröngur áður, en eiknum þikir mjer það ódreginlegt fyrir þann sem áður var bindindismaður; Brennirin hafði ætið illar verkanir á hann áður og ekki betri nú, að sagt er; hann hefði orðið virðíngar maður i Túngu, en þetta spillir öllum Kostonum. Jeg segi þettaq við ykkur þvi mig gilti eínu þó Jón yrði beiskyntur við hann ef hvern skrifar. Hálfvegis leiðist mjer bæarröltið og að ega við vinnuhjúin sem eru bísna vandlát. Eg skipti fáum orðum við þau og læt þau ráða meiningu sinni um gjörðir mir. Mágkona mín er mjer ofurgóð, og finnur aldrei að neínu við mig. Eg er stundum hjá henni í frítímum að lesa eða skemta henni eitthvað. Hjer éru nuna 21 i heimili með Þorgrimi snikk sem er Vetrarvistarmaður. Géstir eru nógir, einkum meðan læknirinn vor, var aldrei friður fyrir þeím. Eg er altaf heilsugóð, en vinnukonurnar hjerna liggja altaf á mis. Jeg á að færa ykkur hjartans kveðjur frá Foreldrunum og Sistkinum hjerna, sem þú berð lika til frænda og vina i kringum þig. Jeg er ávalt þin elsk.

Jacóbina.

Þorg. er nú komin í 15d- ár og á að ferma hana í vor, Tómas er á þvi 14 síðan um jólin, og á að sækja um Biskupsleifi til að ferma hann líka Hann er að byrja að læra latinska Gramatik, og líst honum ekki á blikuna. Eg held það kunni að rakna úr játum hans þó þær sjeu ekki fljótar. Atli sjera Þorlákur heigi ekki til að kenna Jóni litla? ef hann hefir gáfur til þess? þaug eru orðin dável að sjer í Dönsku, og nokkuð i reikníngi, börnin hjerna en þau skrifa illa nema Þorgerðr.

Af öllum sistkinum okkar, þeím sem skrifuðu frjettum við bærilegt; en ekkert heiriSt af sjera Þorst. nema það sem sjera Jón i Felli skrifar, og veít eg þú hefir heirt það. SrSigfús á nú 5 börn og heitir Jón hið ýngsta. Ekki hefir bæst við börnin hjá Sigurg. síðan Valgerður fæddist í vor. Sig. kemur hjer aldrei og eg gat ekki heldur komið uppi Túngum i sumar. Nú er sagt hann sei farinn að drekka og það meiri sum litið það bætir vist ekki fjárhag hans, og þótti

Myndir:12