Nafn skrár:AndAnd-1870-12-31
Dagsetning:A-1870-12-31
Ritunarstaður (bær):Draghálsi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2415 a 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Andría María Andrésdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1848-08-22
Dánardagur:1906-10-24
Fæðingarstaður (bær):Stað
Fæðingarstaður (sveitarf.):Suðureyrarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):V-Ís.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):Gufudalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):A-Barð.
Texti bréfs

sv. 1 Sept 72 sendti framhald af Krist. Kvædu

Draghálsi 31ta dec. 1870

Heiðraði herra stúdent!

Jafnvel þó að jeg fullvel finni til vankunn- áttu minnar að rita mentuðum manni er veit hvernig á að beina hugmynd- unum í rjetta stefnu, og raða setningun- um eptir rjettum reglum, sem ritar, bæði eptir meðfæddri fegurðar tilfinn- ingu og æfðri smekkvísi, þá finst mjer samt að jeg vera vera knúð til að ávarpa yður með nokkrum línum, sem verðugum þakklætisvotti, fyrir yður tvö ágætu brjef, er sönnuðu mjer orð Steingr. Th. : að "fögur sál er ávalt ung undir silgur-hærum", sem og bandið á Snát og Mynster, danskakverið, en umfram allt kvæði Kr. sál. Jónssonar, er allt er til mín komið með bestu skilum. Jeg segi

yður satt, að brúnin á mjer hækkaði fremur enn lækkaði er jeg hafði lesið yðar fyrra brjef, er jeg verð að játa að er eitt með þeim beztu er jeg hefi fengið. Nú er að minnast á bókaskræðurnar er jeg sendi yður að gamni mínu í vor, af því að jeg þekti ofurvel að þjer voruð sá maður er kunn- uð að meta það, er menn hjer um pláz venjulega meta að vettugi: Það er þá yður í sannleika að segja, að alls ekkert var annað upp á þær sett, enn bandið á Snát og mynster, og get jeg því ekki skoðað bækur þær er þjer hafið sent mjer öðruvísi enn beinlínis gjöf, er jeg að vísu má fyrirverða mig að taka við þannig, en hefi þó eigi kjark til að senda frá mjer aptur, af því að það eru bækur, og þarr að auki í ljóðum, þvíog þó að jeg sje ekki skáld, hefi jeg þó gaman af því sem að vel er ort.

Hvað því viðvíkur, er þjer getið um að jeg hafi óskað eptir úrgangnum, þá hlýtur það að hafa verið einhver sjerlegur misskilníngur; jeg nefndi ein- ungis, að vilduð þjer ekki neitt af þessu rusli, skyldi það mjer vel kum- ið aptur. Síðan í vor hefir nú ekkert mark vert orðið fyrir mjer, enda hefi jeg eigi gjört víðreist; en skylduga sig: jeg mig að hafa yður í huga ef að eitthvað þesskonar yrði í vegi mínum, en fullviss skuluð þjer um, að jeg mun ekki gleyma hinum þremur aðal regl um er þjer settuð mjer að fara eptir. Eingi sjerleg tíðindi man jeg að segja yður, það sem af er vetrinum hefir tíðin verið afbragðs góð: það er valla að föl hafi sjest á flatlendi þar til núna, og aðeins háheiðarn ar fuldað hvítu. Allvíða hefir hjer geysað ferleg fjárpest, er veldur alt

of miklu tjóni fátækum búendum, er byggju aðal bjargræðisstofn sinn á sauðfjenaðinum. Meðal margra annara búka er jeg hefi nú að lesa, er Vísdómur Eingl- anna útlagður af Jóni bróður mínum mikið þokti mjer gaman, að heyra álit þeirra er vit hafa á um þá bók, því að mjer finnst hún hafa nokkuð frábreytta skoðun um Guðdóm inn. Nú held jeg sje mál að hætta, og biðja yður að fyrirgefa alt masið og leiðrjetta og virða eptir þeim anda sem yður er laginn. Að síðustu óska jeg yður gleðilegs í höndfaranda ári og góðrar og rósamrar elli með ósk- jertum kröptum sálar og líkama, yður með virðingu skuldb. vinstúlka

A M Andrjesdóttir._

Heilsið alúðlega frá mjer Guðríði.

Myndir:12