Nafn skrár: | AndAnd-1870-12-31 |
Dagsetning: | A-1870-12-31 |
Ritunarstaður (bær): | Draghálsi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2415 a 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Andría María Andrésdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1848-08-22 |
Dánardagur: | 1906-10-24 |
Fæðingarstaður (bær): | Stað |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Suðureyrarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | V-Ís. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Gufudalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | A-Barð. |
Texti bréfs |
sv. 1 Sept 72 sendti framhald af Draghálsi 31ta dec. 1870 Heiðraði herra stúdent! Jafnvel þó að jeg fullvel finni til vankunn- áttu minnar að rita mentuðum manni er veit hvernig á að beina hugmynd- unum í rjetta stefnu, og raða setning yður satt, að brúnin á mjer hækkaði fremur enn lækkaði er jeg hafði lesið yðar fyrra brjef, er jeg verð að játa að er eitt með þeim beztu er jeg hefi fengið. Nú er að minnast á bókaskræðurnar er jeg sendi yður að gamni mínu í vor, af því að jeg þekti ofurvel að þjer voruð sá maður er kunn- uð að meta það, er menn hjer um pláz venjulega meta að vettugi: Það er þá yður í sannleika að segja, að alls ekkert var annað upp á þær sett, enn bandið á Snát og mynster, og get jeg því ekki skoðað bækur þær er þjer hafið sent mjer öðruvísi enn beinlínis gjöf, er jeg að vísu má fyrirverða mig að taka við þannig, en hefi þó eigi kjark til að senda frá mjer aptur, af því að það eru bækur, og þarr að auki í ljóðum, Hvað því viðvíkur, er þjer getið um að jeg hafi óskað eptir úrgangnum, þá hlýtur það að hafa verið einhver sjerlegur misskilníngur; jeg nefndi ein- ungis, að vilduð þjer ekki neitt af þessu rusli, skyldi það mjer vel k of miklu tjóni fátækum búendum, er byggju aðal bjargræðisstofn sinn á sauðfjenaðinum. Meðal margra annara búka er jeg hefi nú að lesa, er Vísdómur Eingl- anna útlagður af Jóni bróður mínum mikið þokti mjer gaman, að heyra álit þeirra er vit hafa á um þá bók, því að mjer finnst hún hafa nokkuð frábreytta skoðun um Guðdóm inn. Nú held jeg sje mál að hætta, og biðja yður að fyrirgefa alt masið og leiðrjetta og virða eptir þeim anda sem yður er laginn. Að síðustu óska jeg yður gleðilegs í höndfaranda ári og góðrar og rósamrar elli með ósk- jertum kr A M Andrjesdóttir._ Heilsið alúðlega frá mjer Guðríði. |