Nafn skrár: | JakJon-1856-05-14 |
Dagsetning: | A-1856-05-14 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 14 Hjartans systir mín! Nú er Sigurður okkar að búa sig til að flitja í átthagana eptir lánga og góða veru hjá okkur og sakna eg mikið ráðvendni hans og stillíngu, hann segir ykkur frjettirnar og allt sem þið viljið vita hjeðan en eg atla rjett að segja þjer að mjer líður dável; og okkur öllum frændum þínum, þema Tómas litli er vesall af höfuðverk og beintverkjum, sem farinn er að stínga sjer niður á börnum hjer nálægt. Finnur stúdent ÞorSteínsson hefir verið hjer um tíma í vor til að kenna drengjónum lætinu og þikir honum að þeím ekki gánga mjög illa. Eg held hann verdi hjer að vetri því sjera Hallgr. kemst ekki til þess sjálfur. Jeg hefi opt óSkað að Jón litli frændi Þorláksson væri kominn til þeirra því það er ekki meíri firirhöfn þó drengirnir sjeu fleíri, enn eg veít að sjera Þ. getur kent honum sjálfum da eða 2an sunnudag eptir Trínitatis, og mörg born sumur; við egum nú annríkt að sauma fötin og búa allt undir til þess því þá á að hafa allt við sem hægt er.-Seínast þegar eg Skrifaði lofaði eg að senda þjer Kvæði sem Sr H. hefir lagt út úr S.J. Madömu Solvegu Jónsdóttir Gaudlöndum Mág kona okkar er heldur með betra móti síðan hún fór að brúka meðöl Dr. Hjaltalíns hvort svo sem það er þeím að þakka eða tiil viljun. Læknirinn Eg vona að fá línu frá þjer í sumar og líka að geta skrifa þjer þá. Foreldrar mínir biðja hjartanl. að heílsa, og eg kveð þig og þína alúðlegast. Þín elsk systir Jacób. Jónsdóttir |