Nafn skrár:JakJon-1856-skirdagur
Dagsetning:A-1856-XX-XX
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum á Skírdag 1856.

Elsku systir mín!

Eg þakka þjer hjartanlega brjefið með póstinum seínast, eíns og alt annað; póstur færði mjer það um Kvöldið 28 Febr. voru þá bræður okkar Sigurgeír og Benidict níkomnir, og tók eg brjefið frá svo hvorugur þeírra sæi það. Benid er hjer enn að smíða hjá Þorgrími, en eptir páskana fara þeír báðir að Eídölum að smíða Kirkjuna. Sigurg. var hjer viku og talaðist þá svo til að Benidict yrði í húsmensku hjá honum þetta árið. Það er víst mest misSkilníngur og eínhver deífd að tala sig ekki saman, sem veldur þessari fæð milli þeírra, Sig. er líka opt hnugginn og áhyggjufullur yfir skuldum sínum og óglaður á heímili. Jeg ætla að vona -eíns og eg líka óska- að það lagist með tímanum. Ekki veít eg hvort það eru mikil brögð að drykkjuskap S. ennþá, þó það sje meíra enn skildi. Það sem bæði eg og faðir m. stákkuppá um níbýlið

í seínustu brjefunu, var ekki nema sosem í gamni, því Benid. ætti heldur að vera í sveít enn upp til búða, það veít eg föður ne dóttur aldreí í hug að mýa Ásmundi í vogum hvað sem svo að honum þrengir. Þó að Benidikt þurfi ekki nauðsinlega að búa enn, og honum væri þægilegra að fá húsmennsku fyrir Konuna enn vera sjálfur á lausum kila, þá veít eg það yrði orlegt ef Börn fjölguðu, en aldrei tel eg til þess hann færi híngað, þá tapar hann alúgu sinni, skepnunum semsje, og þó þið segið að Sr. Hallgr. sje nóguríkur, er hjer ærið ördagur heimilishagur, sem nærri má gefa þegar Kristrún liggur svona í rúminu, þaraðauki bír hann undir foreldrum okkar sem mjög er nú farið að draga af eínkum henni, og ýmsum fleíri vandræðahjúum, sem eg veít vel hvað góð eru við að eígnar, og ríkidæmi Hallgr. ekki er tekið af hluta okkar hinna sistkinanna, og ekki af gæðum jarðarinnar nema hólmanna; að þeím fráteknum eru Hólmar örðug og heískaparlítil jörð. Hann leggur vel til heímílis af öllum hlutum og góðgjörðir held eg óvíða sjeu meíri enn hjer, og þó menn kalli hann Nirfil, heldeg hann hafi ekki annað til þess, enn þetta gamla "feítur uxi hefir fulla sök" Jeg held líka

fegin Pjetur nyti Hlíðar firir þetta verð. Móðir m. segir að ÞorSteinn br. hafi gefið Pjetri með handabandi ábúðarrjett sinn á Hlíð, -sem elsta sonar- seínast þegar hann kom þar, svo ekki mun saka þó hans ráð sjeu eí með. Jeg held þjer leíðist þessi remsa því mjer leíðist hún sjálfri, enda skal henni nú linna.

Gott þikir mjer að heíra ef nafna mín litla frá Hlíð fer til þín, eínsog Guðf. segir þið hafið boðið; það er bæði að þú þarft að fá vinnu konu, enda er nóg eptir, en taktu hana samt helst first hún heítir Bína. Þau ega likl. ordugt með uppeldi þessa fjolda Petur og Guðf. ekki síst þegar fara á að kenna þeím, því það held eg sje mestur vandinn. Það hafa annan sumir lítið við það barn þau lesi ofurlítið og læri Kristindóminn en eg skil ekki í þeím foreldrum sem ekki láta sjer ant um að börnin verði vel að sjer.

Jeg hlakka til að sjá sonu þína seínnasnú, því eg veít þið hafið vilja- og máske efni- til að menta þá.

segðu mjer hvort Kristján geíngur ekki vel að læra. Hólmfr. systir skrifar mjer í Janúar og er enn Kominn drengur hjá þeím sem heítir Jón. hann fæddist 1ta nóvember í vetur. Hún lætur bærilega af högum þeirra, og er ánægð með hag sinn; heilsa mér, segir hún, óðum bili.

hann hafi rjett þeím bræðrum Petri og Sigurgeíri hjálparhönd, og svo hefir hann í horn að líta til skildunum Konu sinnar.

Pjetur br. sendi föður mínum brjef frá manni þínum um söluna á Reíkjahlíð, og veít eg að faðir m. getur þess við þig hann , honum að sönnu líkaði ekki að öllu sem meíníngu þína hans á jarðarverðinu, og var það mest afþví að hann er búinn svo fast að álikta að Hlíð kosti 1000rdli, og á hann optast bágt með að víkja frá sannfæríng sinni. Mjer finst annars að hann selji Hlíð eíns dírt og þú virðir, þegar hann selur tekur kúgildir frá, sem þú metur með, Við móðir m. biðjum því mann þinn að hann reíðist honum ekki, þó hann skrifi honum þurlega núna og skrifi eíns eptir sem óðað. Föður m. hefir aldrei dottið í hug að taka stofuna, og þótti honum ekki gott að ætla sjer það. Eg held faðir m. hafi ráðfært sig við ofmarga í þessu efni, því sinn segir hvað, Sigfús br. hjelt t.a.m. að Reíkjahlíð væri fulldír firir 1200rdl. Eg get ekki ætlað að nokkurt okkar sistkina vilji selja Pjetri Hlíð dírara eða láti sjer draga það sem honum drægi mikið, og eg veít um okkur sem erum firir austan að við vildum

Móðir mín biður hjartanlega að heílsa ykkur hjónunum með þökkum fyrir bréfin sem voru hvort öðru betra. Rúnt höfum við móðir mín báðar svo að við getum ekki betur að telja um fyrir föður mínum og biðja hann að taka ser ekki orð Jóns eíns nærri og hann gerði fyrst. I rauninni var það aldreí djúp þikkja og vænt þótti honum nú um að fá bréf frá Jóni enda gerði hann vel að skrifa honum. Þegar faðir minn var búinn að búa um hnútana með jarðarsöluna eínsog hann áleít bezt, og víst var honum ant um að vanda sig með það. vildi hann engu breýta og fanst að þá mundi ekki fara betur. Þú þekkir skapferli föður míns föður mín svo að hann tekur sér stundum næst það sem lítið er, og við getum ekki annað en látið tímann uppræta þær meíníngar sem eru svo ástæðulausar. Við fáa hefir honum þótt meír en séra ÞorSt. á Hálsi, þegar hann skrifaði honum um veturinn eptir að f. m. fekk Kirkjubæ, enn nú eru þeír mestu vinir. Við biðjum Jón því að láta sér falla ljett þó þessi misskilníngur hafi verið sem eg vona að bráðum jafni sig ogg skrifa honum eptir sem áður. Mjer hafa ætíð likað vel tillögur Jóns í þessu máli, eptir því sem eg hef vit á og hann hefir eíns sóma af því, þó faðir minn tæki það sona firSt. Hér verð nú rigníngar á hverjum degi og so mikill leki að hvergi er væt, þikir mer ekkert veðr jafn leíðinlegt. Forlátu nú klessurnar siStir góð! og vertu með manni og börnum ástuðlegast kvödd. þín sínisem og elsk. Bína.

Eg hrædd um að Sigurdur á Arnarvatni hafi ekki sagt sem rjettast frá ordum födur míns.

Vid bidjum ad heilsa ad SkúlaSt. Grænavatni og Geirastödum.

Til

Madam Solveígar Jónsdóttir

i Gautlöndum

Myndir: