Nafn skrár: | JakJon-1857-01-12 |
Dagsetning: | A-1857-01-12 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Holmum 12 Jan. 1857. Ástkæra systir mín! Ég óska þjer og þínum allra sannra gæða og gleði á þessu nýa ári! Jeg man nú ekki hvenær eg skrifaði en víst er um að langt er sýðan, líklega í vor; eg þakka þjer hjartanlega brjefið af 25 Júlí í sumar. Eg samfagna þjer hjartanlega með litlu dóttirina, þjer var nú mál á henni. Nafnið þikir mjer ekki fallegt þó það sje Kristilegt- en þjer hefir víst þótt það fallegt afþví Tengdamóðir þín hjet það. Bara dóttir þín yrði eíns væn kona. Vænt þikir mjer um að nafna mín frá Hlíð er hjá þjer. Mjer ógnar hvað börnin eru orðin mörg hjá Petri, þó ekki heírist mikill barlómur í honum, eíns og eg trúi að egi að vera í barnamönnonum. Ekki líst mjer vel á ef Hjálmar Helgason nær vilja sínum, og fremur höfum við hvatt T. til að standa á móti því að hverju sem verður. Eg er hissa af hvað unglingarnir giptast snemma við Mývatn. Mjer þikir það næstum ljótt og eg vildi fegin frændStúlkur mínar yrði ekki í þeírra flokki. Faðir m. lá í gær með uppsölu og niðurgángi en nú í dag fer hann þó á fætur hann hefir fengið þetta tvisvar í vetur uppúr svefni en þó ekki legið nema 1 dag. Móðir m. hefir verið lík til heílsu í vetur og á undan sjaldan legið, og sjaldan tilfinníngalaus. Og ekki ljettir enn af Krístr. ég er -satt að segja- vonlaus það verið ekki fyrr enn daudinn gerir það. Eg hefi haft tak nokkra daga rjett hja hægra viðbeíninu sem leíðir útí öxlina svo eg bar á hana hjálp. Jónas er áflogaseigur enn getur þó lært þegar viljinn er; hann er samt artar góður og vidkvæmur. Fríða hefir lítið lært í vetur nema lesid dálítid í dönsku hjá mjer, svo hún Skilur þad sem audveldaSt er. Mikid leídist mjer ad vera altaf ad Skausta og Stagla vid vinnúfolkid, Sem er ordid svo óþakklátt og heímtufrekt vid Húsbændurnar. Eg get raunar stilt mig um ad skipta ekki ordum vid þad, en fremur gerir þad mig óánægda yfir því ad þad Skyldi verda Köllun mín,- sem mjer hefir aldrei litist á, nefnil. ad hafa konustörf; en þad gladdi mig aptur ef eínhverjum væri gagn í því.- Forldrar og frændur bidja hjartanlega ad heílsa börnunum sínum og siztkinum og eg Skrifa undir þad. Segdu mjer frá drengjunum þínum þegar þú Skrifar næst sem eg vona verdi brádum. Gud gefi þeím og þjer gledilegt og farsælt Nýár! Þín ávalt elsk. systir Jakóbína. |